Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 96
GUÐNI ELISSON
Júní og ágúst taka höndum saman
sparka júlídögum í hrúgu.
Arstíðaþeginn dettur. Afvelta í hásumarhrúgu.
Með fyrirfram vetrareyri í vasa.
Júní og ágúst dansa hringdans um hrúguna
meðan árstíðaþeginn bröltir í júlí.5
Mitt í sjálfu sumrinu, tíma ofgnóttar og lífs, þiggur mannskepnan aðeins
það sem að henni er rétt, hún er ekki við stjórn, hún er árstíðafyov sem á
bókað far inn í veturinn sem er skammt undan.
Ljóðmælandinn fmnur sig einhvern veginn ekki í neinum tíma. A
sumrin kvíðir hann vetri, að vetri tregar hann vorið og sumarið sem
virðast aldrei ætla að koma og líða án þess að hægt sé að festa hönd á
þau, svo að vísað sé í orð Steinunnar hér að ofan. Magnleysi ljóðmæl-
anda er þvílíkt þegar komið er fram í áttunda ljóð bálksins, sem gerist í
nóvember, að hann „sniglast í laufvana litum/varnarlaus fyrir vetrar-
rjúpu“ og er „um megn að trampa á rotnandi lauíi/undir lítilli sól sern
lafír á moldugum himni“. Hér minnir allt á dauðann. Litirnir eru berir
og laufvana eins og trén, fallið laufið sem þekur jörðina er farið að
rotna, sólinni er nánast urn megn að skína og himinninn minnir á mold-
ina sem dregur ljóðmælanda til sín. Jafnvel rjúpan, þetta meinlitla fórn-
ardýr íslensks veruleika og bókmenntasögu, breytist í íróníska dauðaógn
vegna þess að ljóðmælandinn er henni smærri þar sem hann sniglast
áfram. Rjúpan stendur einnig sem ofursmár hluti ógnvænlegrar heildar
hins íslenska vetrar, jafn óvænmr hluti af ægivaldi hans og lóan er sjálf-
gefið myndbrot fyrir mildi vorsins í íslenskri ljóðhefð: „Mér er urn
megn að hugsa til síðasta vorsins/þegar englarnir breyttust í lóur og
kyrjuðu í mínu tré.“6
Þó að vetrarrjúpan í þessu ljóði Steinunnar sé óhefðbundið og írónískt
tákn verður það sama ekki sagt um erkitýpíska skiptingu árstíðanna, þó
svo að ljóðmælandi hverfi af sjónarsviðinu að vori sem jafhan stendur fyr-
ir endurnýjun lífsins í skáldskap. I þrettánda ljóði bálksins gerist það á út-
mánuðum að „nærveru“ ljóðmælanda „verður að síðustu saknað.“7 Hvarf
5 Steinunn Sigurðardóttir: Kúaskítur og narðurljós, bls. 18.
6 Steinunn Sigurðardóttir: Kúaskítur og norðurljós, bls. 23.
7 Steinunn Sigurðardóttir: Kúaskítur og norðurljós, bls. 30. Hvarf hins þunglynda en
geðþekka ljóðmælanda Steinunnar er óvænt og minnir um margt á hvarf gestsins í
94