Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 99
í KIRKJUGARÐINEFNUM VIÐ EKKINÖFN
hugmyndum sínum um lífið og telur fyrri sýn sína á tilveruna einfeldn-
ingslega. Irónísk tvöföldun felst í því að tíminn klýfur manneskjuna í þá
sem eitt sinn var og þá sem er. Manneskjan skynjar sig í senn eins og hún
var fyrir fallið og er efdr fallið, hún var saklaus og er full reynslu, lét
stjórnast af blekkingu og býr yfir aukinni þekkingu á hlutskipti manns-
ins. Þroski einstaklingsins leiðir þó ekki til yfirgripsmikilla sanninda.
Þótt hann horfist í augu við gamla blekkingu má ekki leggja það að jöfnu
við að lifa trúverðugu lífi. Mitt í ofgnótt sumarsins er írónistinn alltaf
„með vetrareyri í vasa“ svo vísað sé til orða Steinunnar sjálfrar.
Líkkisturnar frá Borgundarhólmi rekur víða á land í skáldskap Stein-
unnar Sigurðardóttur, en þeim er ekki alltaf breytt í klukkur.
II. Undir þústunum ölliini
Elegían eða tregaljóðið styrkti sig í sessi á 20. öldinni. Að mati ýmissa
fræðimanna endurspeglar elegían (en yrkisefhi hennar hverfast gjarnan um
mannlegan forgengileika, söknuð, missi og sorg) menningartregann sem
einkenndi öldina alla og var til dæmis mótaður af hörmungum tveggja
heimsstyrjalda. A sama tíma og vélvæðing hernaðar náði nýjum og ógn-
vekjandi hæðum urðu helgisiðir tengdir dauða og greftrun fjarlægari og
ópersónulegri, en dauðinn nánast að bannorði í hugum nútímamanna. Ut-
fararstjórinn varð einnig að þeim fagmanni sem hann er nú, en með til-
komu hans urðu syrgjendumir óvirkari þar sem öll umsýsla tengd útför og
greftrun var færð úr höndum þeirra yfir á útfararstofuna. Andlátið og
dauðastríðið var jafhffamt smám saman putt af heimilinu inn á spítalann.11
Vegna þess að stofnanavæðing dauðans mótar nútímasamfélagið, þar
sem hinir dauðu verða ósnertanlegir og ónálganlegir og formvenjur
skyggja á syrgjandann, reyna skáldin í auknum mæli að draga fram per-
sónulegt samband lifenda og dauðra í ljóðum. Jahan Ramazani gerir
þetta að umræðuefhi í bók sinni um nútímaelegíuna, Poetry of Mourmng:
The Modem Elegyfivm Hardy to Heany:
11 Sjá t.d. inngangsorð Melissa F. Zeiger í Beyond Consolation: Death, Sexuality and the
Changing Shapes ofElegy (Ithaca og London, Cornell University Press, 1997, bls. 1)
og Jahan Ramazani í Poetry of Mouming: The Modern Elegy from Hardy to Heany
(Chicago og London, The University of Chicago Press, 1994, bls. 1). Sjá einnig
fjórða kaflann í bók Philippe Ariés, Wéstern Attitudes Toward Death fivm the Middle
Ages to the Present. Þýdd úr frönsku af Patricia M. Ranum. Baltimore og London,
The Johns Hopkins University Press, 1975 [1974], bls. 85-107.
97