Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 101
í KIRKJUGARÐINEFNUM VID EKKI NÖFN
Það reyndi að fylla landið
en landið er alltof stórt. I hrjóstrugum einingum.16
Gröfumst ekki fyrir um afdrif hinna dauðu í ægilegum líkamleik sínum,
þeir skulu hvíla nafnlausir. „Nóg er að vita.“ I orðunum birtist á írónísk-
an hátt bæld afstaða samfélagsins til hinna framliðnu. Þeir eru ekki leng-
ur einstaklingar þótt þeir þráist við í „hrjóstrugum einingum“. Dæmi-
gerður ferðalangur kveður kirkjugarðinn án þess að hafa heilsað, stígur
fast á bensíngjöfina, burt frá þessum stað. „Vegfari, staldra þú við“ (sta
viator) eru ekki lengur sannindi grafarinnar.
Utþurrkun einstaklingseðlisins brýst hvergi jafn berlega fram og í
greftrunarsiðum, eða þeim reglugerðum sem hafa áhrif á sjálfa útförina.
Einstaklingum er einungis frjálst að velja sér hvílustað innan vel skil-
greindra svæða, plássið sem hver og einn fær í sinn hlut er nákvæmlega
afmarkað og legsteinninn má ekki fara yfir tilskilda stærð. Kirkjugarðar
nútímans hafa verið dauðhreinsaðir. I þeim skynjar gesturinn lamandi ít-
rekun staðlaðs tilbrigðaleysis, þar sem auga og ímyndunarafl renna af
einsleitum röðum slípaðra steina og hann upplifir endalausa endurtekn-
ingu hins sama, jafhaðarstefnu sem þurrkar út persónuleika og sérvisku
fólksins sem eitt sinn byggði landið. Og það er fáum til ama. Tjáningar-
þörf nútímamannsins virðist bundin við val á eldhúsinnréttingum, gólf-
efnum, blöndunartækjum og bílum. Meira að segja grafskriftin heyrir nú
tdl undantekninga, sér í lagi grafskrift af því tagi sem birtir óskir eða sýn
hins látna. „Hvíl í friði“ er boðorð samtímans en í bæninni býr dulin von
um að hinir dauðu hræri ekki við okkur, haldi sig á sex feta þagnardýpi.
Eitt mikilvægasta viðfangsefni Steinunnar hefur verið að gefa dauð-
anum aftur merkingu í íslensku samfélagi með því brjóta upp steinrunna
helgisiði útfararinnar og sýna þá í nýju ljósi. Hún hefur leitast við að
flytja dauðann „frá hinu dæmigerða og almenna í átt að hinu persónulega
og einstaka“, en það segir Ramazani vera meginviðfangsefni tregaskálda
samtíðarinnar. Að sama skapi tekst Steinunn á við staðlað form eftirmæla
og minningargreina, vélrænuna sem einkennir þessa séríslensku bók-
menntagrein sem venjulega sviptir alla lífi, jafht höfunda sem viðfangs-
efni. Hún hafhar hinni formlegu og opinberu hlið dauðans, og minnir á
hið einstaka í lífi og dauða sérhvers manns.17
16 Steinunn Sigurðardóttir: Kartöfluprinsessan, bls. 46.
17 Hér gefst ekki svigrúm til þess að fjalla um dauðann sem viðfangsefni í skáldsögum
99