Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Qupperneq 102
GUÐNI ELISSON
Tregaljóð Steinunnar Sigurðardóttur eru ekki hefðbundin í þeim
skilningi að þau beinist að ákveðnum, nafngreindum einstaklingum, jabt-
vel þar sem finna má nöfii og ártöl. Ljóðin eru ekki ort í minningu ein-
hvers sem skáldkonan þekkti, þau eru ekki skrifuð í tilefni af dauða
ákveðinnar persónu, a.m.k. er það ekki yfirlýst markmið þeirra hvað ann-
að sem kann að búa að baki. Tregaljóð Steinunnar snúast öðrum þræði
um hryggðina yfir því hlutskiptd að gleymast að fullu, íjalla um allt sem
hverfur að eilífu með dauða einnar manneskju og verður aldrei endur-
heimt:
Þegar fólk deyr þá deyr ekki bara fólk
með því deyr alheimur
af háttalagi, vinnulagi, raddblæ, visku, fátdsku.
Sérstakur hlátur deyr og bros á sérstökum hraða.18
Það er hlutverk skáldsins að muna, jafnvel að muna þá sem skáldið þekkti
ekki en voru svo sannarlega til, að minna í ljóði á allt það einstaka og per-
sónulega sem er horfið. Stundum hefur Steinunn þó ekkert annað en
nafn á krossi, þúst meðal þústa í landi.
Legsteinar og ljóð. Má leggja þessi tvö fyrirbrigði að jöfnu?19 „Hvert
ljóð er grafskrift“ segir T.S. Eliot í Fonr Quartets. Hann skyldi eins og svo
mörg skáld að rödd í ljóði er eins og áletrun á legstein sem beint er til
lifenda. Orðin gefa til kynna nærveru einstaklings sem er að eilífu horf-
inn. Röddin er glötuð vegna þess að hún tilheyrir liðnum tíma, en hljóm-
ar af þeim sökum gjarnan skýrar en ella. Þetta skilja þeir sem gengið hafa
um gamla evrópska kirkjugarða og upplifað þá þversögn að hlýða á orð
hins látna sem mælir af legsteini til lifenda úr þagnarstað. Að sama skapi
sviptir ljóðlistin hulunni af fjarveru þess er mælir og setur dauðann í for-
grunn.20
Steinunnar, en benda má á Síöasta orðiö, sem er safh eftirmæla eða minningargreina
og Hanami: Söguna af Hálfdani Fergussyni sem segir frá sendibílstjóra sem sannfær-
ist um það að hann sé látinn.
18 Steinunn Sigurðardóttir: „Nokkrar gusur um dauðann og fleira, III“, Hugástir,
Reykjavík, Mál og menning, 1999, bls. 13.
19 Lesa má um tengsl ljóðlistar og grafskrifa í bók Karen Mills-Courts Poefíy as Ep-
itaph: Representation and Poetic Language, Baton Rouge og London, Louisiana State
University Press, 1990.
20 „Grafletur Alkvins" (en Alkvin lést 804) sýnir þetta berlega. Ljóð hans hefct á þessum
orðum: „Vegfari, staldra þú við og veittu mér gaum rétt sem snöggvast!“ Sjá þýðingu
Jóns Helgasonar í Kvæðabók, Reykjavík, Mál og menning, 1986, bls. 120-121.
IOO