Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 104
GUÐNI ELISSON
einnig horfinn á þeirra fund „þegar þar að kemur“. Á táknrænan hátt er
konan því einnig grafin í þessmn nafhlausa garði. Hugleiðingin um hina
dauðu er færð frá móður til sonar og þaðan áfram til bamabamanna. I
þ\d býr vonin um að minning þeirra sem eitt sinn lifðu varðveitist, en um
leið vitund þeirra um forgengileikann. Að þessu leyti sver ljóðið sig full-
komlega í ætt þeirrar merku hefðar sem hefst með kirkjugarðselegm
Thomasar Grey, þar sem gesturimi sem virti „lágu leiðin vel“ er dag einn
sk\mdilega horfinn á braut, kominn í hóp hinna dauðu. „Kirkjureimmn“,
en svo heitir ljóðið í íslenskri þýðingu Einars Benediktssonar, lýkm á
grafskrift sem letruð er á legsteininn við leiði hins nafnlausa kirkjugarðs-
gests.23
Kirkjugarðselegían á það sammerkt með tregaljóðum nútímans að
fjalla jafhframt um væntanlegan eða hugsanlegan dauða skáldsins sjálfs.24
Ljóðin í Hugástum birta þessa sýn ekki jafh berlega og æskuverk Stein-
unnar af sama toga, eins og sést þegar blaðað er í Sífellum, en sjálfseleg-
ían er eitt meginviðfangsefhi fýrsm ljóðabókar Steinunnar sem kom út
þegar skáldkonan var aðeins 19 ára gömul:
I Idrkjugarði ríkir
þögn þess sem eitt sinn var
Hún hvíslar yfir þokuhjúpuð leiði
og laufblá tré:
Einhvern nma munu þínar þrár
rætast
En það verður ekki fýrr en
þögn þess sem eitt sinn var
hefur heimsótt þig25
í Sífellum veltir Ijóðmælandi iðulega fýrir sér andláti sínu, sérstaklega í
Ijóðaflokknum „Fátt er nú til gráts“. Framar í bókinni er dauðanum líkt
23 Einar Benediksson: „Kirkjm-eiturinn“, Hrannir, Ljóðasafn II, Hafnarfirði, Skuggsjá,
1979, bls. 131-136.
24 Sjálfselegíur verða að sérstaklega vinsælli undirgrein elegíuhefðarinnar snemma á
nítjándu öld líkt og merkja má í Ijóðum skálda eins ogjohns Keats, en hann tregaði
væntanlegan dauða sinn í mörgum ljóðum, þar á meðal „When I have fears that I
may cease to be“ sem hefur verið þýtt á íslensku, bæði af Helga Hálfdanarstmi og
Sölva Birni Sigurðssyni.
25 Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur, Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1969, bls. 29.
102