Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 106
GUÐNI ELÍSSON
nokkra öðra. Sá sem %áðurkennir veldi dauðans er gjarnan virkari og bet-
ur settur en sá sem afneitar dauðanum og horfist ekki í augu tdð hlut-
skipti sitt. En sú staðreynd að dauðinn verður ekki umflúmn getur leitt
til nýrrar tegundar afskiptaleysis, vegna þess að öll barátta er til einskis.
Sá sem ekki berst við dauðann bíður ekki ósigur fyrir honum. Þessi sýn
skapar ritúalíska óvirkni á borð við þá sem birtist í ljóðinu „Skírlífi“, þar
sem ljóðmælandi segir um hugmtmdafræðina sem þrengir sér inn í hvers
manns líf, um ismana og sinnana:
Þeir hugsa til heita rúmsins
og reyndu ekki að neita
þá nauðga þeir bara
nei aldrei skal það og þá er að slappa nú af.30
I ljóðinu „Stefnumót“ er dauðinn sjálfur orðinn elskhuginn sem þrengir
sér upp í rúm konunnar. Hún gerir lítið úr ágengri ógn hans með því að
kalla hann óþægan og nauðandi strák sem að lokum fær alltaf vdlja sínum
framgengt. Konan lofar að hleypa honum inn þegar hann ber að dyrum:
„Það er hreint á rúminu, blóm í vasa,/ég er þvegin og greidd með plokk-
aðar brúnir.“31 Það er engu líkara en að hún sé látin þegar dauðinn læt-
ur loks til skarar skríða svo óvirk er hún í fóm sinni. Þó að konan eigi í
raun ekkert val lætur hún dauðann ekki klófesta sig gegn vilja sínum, hún
neyðir sjálfa sig til að taka honum og kemur þannig í veg fyrir nauðgtm.
Vonleysislegri sigur er vart hægt að ímynda sér.
I Tímaþjófnum bíður Alda þess í lokin að lostafullur og klámfenginn
dauðinn komi að sækja hana úr því að ástmaðurinn gerir það ekki.3: En
stundum er engu líkara en að dauðinn hafi líka gleymt konunni þar sem
hún bíður elskhugans ein og yfirgefin í moldinni.
III. Evridís í Þykkvabænum
í verðlaunabók sinni The English Eleg}': Studies in the Genre frovi Spenser
to Yeats segir Peter M. Sacks grísku goðsöguna af Orfeifi og Evridís hug-
leikna flestum þeim sem sinna tregaskáldskap en þó sé afstaðan til fyrir-
30 Steinunn Sigurðardóttir: Verksmnmerki, Reykjavík, Helgafell, 1979, bls. 65.
31 Steinunn Sigurðardóttir: Kartöfluprinsesscm, bls. 56. Myndin af dauðanum sem ágeng-
um karli kemur aftur fyrir í „Gamlar konur 1“ í Hugástum þar sem dauðinn hrifsar
konuna til sín, „gráðugur, hálftíræða,/þótt hún hefði önnur plön.“ Hugástir, bls. 42.
32 Um dauðann sem kynferðislegt ofbeldi má lesa í grein Helgu Rress „Dærnd til að
104