Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 108
GUÐNIELÍSSON
Klöppin sem minningin hvíldi á hefði hugsanleg-a hjálpað ljóðmælanda
að AÓnna úr sorg sinni, en henni hefur verið eytt. Af þeim sökum megn-
ar konan ekki að halda áfram og nær ekki að skapa ný tákn og nýjar sög-
ur úr lífi sínu: „Mér endist ekki ævin til að syrgja þig að verðleikum“ seg-
ir hún og biður þess að hún megi „endurfæðast/til þess eins að gráta þig.“
Ekkert leysir hana frá endalausri sorginni, sem er nógu stór til að duga
henni í mörg líf.
Hinn farsæh syrgjandi er einfaldlega sá sem færir ást sína annað, sá
sem skapar sér nýja ímynd eða finnur sér staðgengil í stað ástarimiar sem
er glötuð í dauða. Þessi niðurstaða Sacks í The English Elegy hefur verið
gagnrýnd á hugmyndafræðilegum forsendum þó að margir fræðimenn
taki undir þá túlkun að hér megi finna eitt af einkennum hins hefð-
bundna tregaljóðs. Ymsir femínistar neita að greina hinn farsæla s\Tgj-
anda hefðarinnar jákvætt og sjá þvert á móti í tregaljóðinu svið þar sem
karlmenn bindast böndum, vald er staðfest og sjálfsmtmd höfundarins er
treyst. I hefðbundnum tregaskáldskap er harmur karlskáldsins jafhan
settur í forgrunn á meðan konan (hvort sem hún er viðfangseíni verksins
eða höfundur þess) er nánast ósýnileg eða úti á jaðrinum. Af þeim sök-
um draga margir femínistar sem fást við tregaskáldskap í efa þá hugnnmd
að ósefandi sorg Orfeifs veiki karllæga stöðu hans og benda á að skáld-
konur nýliðinnar aldar hafi margar verið iðnar \úð að endursegja söguna
um Orfeif og E\’ridís ffá sjónarhóli konunnar og gagnrýna eða varpa ír-
ónísku ljósi á þau tengsl sem sköpuð hafa verið í menningunni milli
kvenleika og dauða.36 Þær hafa jafhframt dregið fram aðgreiningu arf-
leifðarinnar á þjáningu karla sem löngum hefur verið kennd rið trega, og
sorg kvenna sem er séð sem móðursýki eða þunglyndi.
Celeste Schenck telur skáldkonur 20. aldarinnar rikja í veigamiklmn
atriðum frá tregahefðinni, ekki síst þegar kemur að þörf karlskáldanna til
að sigrast á hinum láma, leysa hann af hólmi og fjarlægja sig honum.-'
36 Sjá t.d. kaflann „Allra Ijóðrænasta tdðfangseÍTLÍð" eftir Elisabeth Bronfen sem birtist
í íslenskri þýðingu aftar í þessu hefri.
37 Celeste Schenck: „Feminism and Deconstruction: Reconstructíng the Elegy'ý Tulsa
Studies in Women’s Literature 5 (vor 1986), bls. 13-27. Jahan Ramazani setur fram
svipaða kenningu í Poetiy ofMouming:: The Modern Elegyfrom Hardy to Heany, þeg-
ar hann segir tregaljóð samtímans víkja frá þeirri reglu hefðarinnar að ljóðmælandi
sigrist smám saman á sorginni og snúi harmi í huggun. Hann telur þó að þetta sé al-
mennt einkenni á tregaskáldskap 20. aldar: „Ef hið hefðbundna tregaljóð einkennd-
ist af „listínni að bjarga“, býr í tregaljóði nútímans „listin að glata“ eins og Elizabeth
IOÓ