Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 109
í KIRKJUGARÐINEFNUM VIÐ EKKINÖFN
Tregaljóð kvenna draga fram veigamikið einkenni á bókmenntagreininni
sem alltaf hefur verið til þó að það hafi ekki verið í forgrunni, því að
ýmsar skáldkonur glíma beinlínis við vandamálið sem felst í því að skipta
konunni út fyrir tákn í skáldskap, þörfina fyrir að sökkva henni í jörð nið-
ur í nafni listar og lífs. I stað þess að leita huggunar í skáldskapnum og
ljósi dagsins eins og hefðin býður þeim að gera, hafna þær fórninm. En
eins og Melissa F. Zeiger bendir á í bók sinni Beyond Consolation: Death,
Sexuality and the Changing Shapes of Elegy skapast ný vandamál hjá þeim
skáldkonum sem neita að sleppa konunni lausri. Með því dæma þær sig
til að endurtaka Orfeifsminnið á öfugum forsendum.38 Bundnar Evridís
fylgja þær henni á táknrænan hátt niður í undirdjúpin, niður í veröld
hinna óvirku og dauðu, niður í þögnina og myrkrið, burt ffá næringu
dagsins og þeirri hugsun sem hefur sig á loft.
Leiðin niður í djúpið birtir gjarnan sjónarhorn Evridísar, en í ljóðum
margra kvenskálda undrast hún að Orfeifur skuli hafa dæmt sig til áfram-
haldandi vistar í Hades. Steinunn hefur oft nýtt sér minnið um yfirgefnu
konuna sem karlinn skilur eftir á vondum stað, en hvergi jafn rækilega og
í Tímaþjófnum. I einu af hinum fjölmörgu tregaljóðum sem Alda yrkir um
sjálfa sig er för hinnar yfirgefnu konu niður í undirdjúpin lýst sem drekk-
ingu:
Þú bast við mig stein
mér til drekkingar
í þyngdarleysinu.
Sekk ég einsog ekkert. Niðrí geiminn.
Blúbb blúbb. Loftbólur. Ayfirborði himins.39
Orfeifur er misheppnaður syrgjandi að mati Sacks þar sem honum tekst
ekki að færa sorg sína yfir í nærandi tákn um glataða ást, tákn sem geri
honum kleift að lifa en minni hann jafnframt á missi sinn. Þetta á Orfeif-
Bishop orðaði það. I stað þess að reisa hinn látna frá dauðum í yfirfærðri mynd, í
stað þess að leita lækningar í yfirfærslu, iðkar tregaskáld nútímans þá list að „glata
meiru, að glata hraðar“ svo að á okkar tímum felst hin „sanna hst“ tregaljóðsins ekki
í upphafningu eða lausn frá missi, heldur í því að gefa sig missinum á hönd“
(Ramazani 4).
38 Melissa F. Zeiger: Beyond Consolation: Death, Sexuality and the Changing Shapes of
Elegy, bls. 64.
39 Steinunn Sigurðardóttir: Tímaþjófiirinn, bls. 71.