Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 110
GUÐNI ELÍSSON
ur sameiginlegt með Öldu sem eiimig er afskaplega vonlaus swgjandi,
kannski vegna þess að stóra ástin í lífi hennar detu' aldrei, heldur tdirgef-
ur hana og vegnar vel í þokkabót. Líkt og þeir sem breyta sorg í list leit-
ast hún þó við að skipta Antoni út fyrir staðgengil sem birtist til dæmis í
risavöxnum leikfangabangsa sem hún kaupir í Bloomingdales. Hún finn-
ur þó litla fró í því innihaldsrýra tákni. En Alda er líka eins og Orfeifur í
þeim skilningi að hún bindur sig við látna ástiúni, foreldra og systur. Hún
heldur reglulega til fundar Hð íbúa grafarinnar í kirkjugarðinum þar sem
hún sjálf á frátekinn reit. Þó svipar hlutskipti hennar mn margt helst til
þess sem Evridís verður að þola. Alda er dæmd til ævilangrar vistar í hug-
arvíti þráhyggju sinnar.
I djúpinu gefst mörgmn skáldkonuin færi á að endurheimta lifandi eða
dauðann fikama konunnar, að segja sögu Evridísar og heimar Kka, þar
sem þær bíða í myrkrinu. Kartöfluprinsessan í sanmefndu ljóði úr sam-
nefndri bók Steinunnar er ein af þessum yfirgefnu en efdrminnilegu
konum sem er dæmd tál að eyða dögum sínum í moldinni efdr enda-
sleppt ástarævintýri. Ljóðið hefst sem frásögn af kiunnalegri prinsessu en
breytist fljótlega í hrollvekju ættaða úr Þykkvabænum. Frá fitrstu ljóðlínu
er ljóst að elskendurnir eru engir jafiúngjar. Karhnn er hafinn hátt ttir
konuna, hann er með helmingi stærra höfuð og hún verður að tevgja sig
til að geta nálgast hann. Hún er sem fis, en aðeins vegna þess að karlinn
er hraustmenni, sem heldur á henni „eins og engu/um gjörvalt; ríkið, al-
gjöri prins.“40 Agjör prins vísar til lyndiseinkunnar ffemur en starfsheit-
is eða stöðu. Þeir sem eru algjörir prinsar eru ekki alvöru prinsar og
svona reitist smám saman af ævintýrinu. Hann reiðir stúlkuna ekki held-
ur á hvítum hesti eins og tíðkast í sögrnn af þessu tagi. Klisjukennd
ímynd rómantíkur verður að gróteskri gamansögu um feita prinsessu
sem sígur sífellt meira í þar sem hún situr „á háhesti“ og sligar karlmann-
inn sem ber hana á herðum sér. Leiðir elskendanna skilja ekki heldur að
ævikveldi í kirkjugarðinum eins og háttar í flestum ætintýrmu. Prinsinn
lætur staðar numið í kartöflugarðinum, en þar „vill enginn af baki“ eins
og ljóðmælandi bendir kurteisislega á. En prinsinn er þreyttur og prin-
sessan fer ekki lengra:
... þú ferð ekki lengra
og þrýstir mér í moldina.
40 Steinunn Sigurðardóttir: Kartöfluprinsessati, bls. 58.
108