Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 111
I KIRKJUGARÐI NEFNUM VIÐ EKKINOFN
Lifandi manneskju, eða konu, eftir atvikum.
Eg sem er heitari en jörðin
að ormanna dómi.41
„Ég sem er heitari en jörðin“ segir konan full trega og bendir um leið á
að þótt hún sé grafin (og kannski gleymd) bærist enn með henni líf. Það
geta maðkarnir vottað, þessir svallsömu íbúar grafarinnar, svo ég noti lík-
ingu úr vondu harmljóði um Byron lávarð látinn. En ef ormarnir eru
gjarnan dtykkjufélagar karla sem geta ekki hugsað sér að liggja óvirkir í
gröfinni, eru þeir að sama skapi elskhugar konunnar. Lesandinn fær það
þó á tilfinninguna að ormamir séu vonbiðlar af þeirri gerð sem taka ef
þeim er ekki boðið og að konan sé staðráðin í að slappa frekar af, eins og
segir í „Skírlífi“. Kartöfluprinsessan er nefhilega jafn sannfærð um
óskorað vald ormanna yfir sér og hún var um réttmæti þess sem prinsinn
gerði: „Þeir hreiðra um sig í/handarkrikunum tveimur./Ormar mega allt,
svona kaldir og blautir.“
Saga af feitri prinsessu sem er reidd á háhesti út í kartöflugarð er ekki
mikið ævintýri. Prinsessunni er meira að segja meinað um allra ljóðræn-
asta viðfangsefnið, eins og Poe kallaði dauða fagurrar konu, því þegar
dauðinn grípur loks í feitt á grafarbotni dettur bominn úr hryllingnum
líka. Ormarnir tilheyra gröfinni og mega því allt, en: „Kartöflur era ann-
að mál/spírandi út um nefið á mér ...“. Kartöflurnar virðast fyrst í stað
aðeins tákna frásagnarbrot, vera enn eitt rofið í hefðbundnum mirmum
ævintýris og hrollvekju. En þær brúa jafnframt bilið milli bókmennta-
greinanna tveggja og upprisugoðsögunnar, því að kartöfluprinsessan er
Evridís og Persefóna í einni konu, sú yfirgefiia og frjósemisgyðjan. I
gröfinni mælir hún árstíðimar í vexti og þroska kartöflurmar og veit
hvenær haustar. Þó hefur hún enn ekki öðlast sjálfstæði gagnvart hand-
höfum valdsins, hvorki prinsum né ormum. Hún bíður þess eins að ein-
hver frelsi hana úr jörðinni með gúmmíhanska ásamt hinum konunum
(kartöflunum?) og spyr: „Skyldi konan koma í október/bý ég til engil
uppá moldinni./Eða bíð ég eftir snjónum í desember.“ Hugsunin um
lausn veitir henni þó takmarkaða gleði því að þá eru ormarnir einir eftir
í moldinni, en „það væri ranglátt“.
Eins og Sacks hefur réttilega bent á, sækir tregaljóðið öðrum þræði
41 Steinunn Sigurðardóttdr: Kartöfluprinsessan, bls. 58-59.
109