Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 113
IKERKJUGARÐI NEFNUM VIÐ EKK3 NOFN
páskum og detta niður á haustnóttum svo hægt sé að slá þær af
á nýjan leik.44
Steinunn herðir á tengslunum við forna frjósemisdýrkun með því að
tengja dauða, endurfæðingu og upprisu kvennanna hausti, jólum og
páskum.45 Hér birtist einnig mjög gagnrýnin og írónísk sýn á blóðfórn-
ina sem jafnframt er sögð á tungumáli sem notað er til að lýsa erfiðleik-
um í samskiptum kynjanna í nútímasamfélagi.46 Má kannski sjá síendur-
tekið drápið á kærustunum sem leið karlsins til að yfirvinna ótta, tál að
sviðsetja með hjálp staðgengils magnleysi manneskjunnar frammi fýrir
náttúrunni og endurheimta þannig á táknrænan hátt stjómina yfir ein-
hverju sem ekki verður stýrt? I augum kvennanna er fómin þó auðvitað
meira en sefjandi tákn eða ffiðþæging í vetrarbyrjun, hverxfig svo sem við
túlkum drápið í ljóði Steinunnar. Af þeim sökum spyr Steinunn af sinni
alkunnu og alvörugefnu gamansemi: Afhverju að drepa þær þegar „nóg
hefði verið að hypja sig bara“?
Knýr hugvilla af þessu tagi elegíuna áfram? Drepa menn kæmstumar
sínar til þess að trega þær í ljóði?
IV. Sá sem hœttir hann er hættur
í fomum sögum um guði í skógarlundum, um frjósemisgoð sem deyja og
fæðast á víxl, má merkja dulda von mannsins um að leggja megi menn og
náttúruna alla að jöfnu, að hringrás náttúrunnar gefi vísbendingu um
mannlegt hlutskipti. Náttúraelegíur era þannig í bland friðþægingarljóð
þar sem hverfulleiki lífsins er harmaður, en endurnýjun náttúrannar er
ætlað að fullvissa okkur um upprisu sálarinnar í næsta lífi.4'
Þessi staðreynd hefur ekki farið framhjá Steinunni. I fimmta hluta
„Daga og svo framvegis“ rífur hún í sundur þau nærandi tengsl manns og
náttúra sem birtast okkur í goðsögunni. Efdr stendur kraftmikil greining
á blekkingunni sem stýrir trú okkar á hringrás lífsins, tregaljóð þar sem
engin von er gefin, ekkert fyrirheit um huggun og upprisu:
44 Steirmnn Sigurðardóttir: Kart'ófluprinsessan, bls. 35.
45 Sjá t.d. Sacks: The English Elegy: Studies in the Genre frorn Spenser to Yeats, bls. 29.
46 Konunni er oftar en ekki fómað I verkum Steinunnar, en í fomum skáldskap er körl-
um og karlgoðum ekki síður fómað, eins og í frásögnum af Adonis, Díónýsusi og
jafhvel Orfeifi.
4' Sjá Sacks: The English Elegy: Studies in the Genre from Spenser to Yeats, bls. 30.