Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 118
GUNNARJ. ARNASON
greindur. Á sá sannleikur eitthvað erindi tdð hinn vísindalega
sannleika? Gæti komið fram heildstæðari sýn á vandamál ef
þau eru skoðuð samtímis frá hstrænu og vísindalegu sjónar-
miði? Get ég sem fræðimaður fengið nýja eða brej'tta sýn á
viðfangsefnið með þvTí að skoða listaverk sem unnið er úr eíni-
tdði viðfangsefiiisins?1
Þetta eru áhugaverðar spumingar sem er hægt að svara með ýmstun
hætti, hvort sem það er frá vísindalegu og læknisfræðilegu sjónarhomi,
eða frá fagurfræðilegu og heimspekilegu. Og ég er ekki hissa á því að
Magnúsi Pálssym skuli hafa þótt það spennandi áskorun að reyna að
mæta Helgu á miðri leið. I þessari grein er ekki ætlunin að setja fram
gagnrýni á sýningu Magnúsar eða vega og meta listrænt gildi hennar,
heldur velta fýrir sér þeim forsendum sem Helga lagði til grundvallar
verkefninu, þ.e.a.s. hvort hstsköpun megni að svara þeim spurningum
sem hún felur í sér. Hverjir vom möguleikar Magnúsar sem mjmdlistar-
manns á því að skapa myndlistarverk sem gæti orðið uppistaðan í heild-
stæðari sýn eða opnað vísindamanni nýja sýn á viðfangsefni sitt sem hefði
einhverja þýðingu fýrir hann sem vísindamann? Svarið liggur eklá í aug-
um uppi. En ef við snemm þessu alveg Hð, settum listamanninn Magn-
ús í stað vísindamannsins Helgu, og spyrðum sömu spurninga, held ég að
við jnðum ekki í vafa um svörin. Vissulega á hinn vísindalegi samtleikur
erindi við listrænan sannleika. Listamenn reyna oft að hafa vísindaleg
sjónarmið til hliðsjónar til að fá heildstæðari sýn á hlutina. Og það hefur
margoft sýnt sig að listamenn hafa fengið nýja sýn í listsköpmi sinni, með
því að skoða vísindalegar kenningar um viðfangsefhi sín. En þegar kem-
ur að gildi listar fyrir vísindi, eins og Helga er að velta fyrir sér, þá koma
á mann vöflur.
2.
Dauðinn sem slíkur er kannski ekki sérstaklega áhugavert viðfangsefni
frá læknisffæðilegu sjónarmiði eingöngu. Hann markar enda lífshlaups-
ins og lítdð meira. Með banastund sjúklingsins lýkur afskiptum læknisins,
verkefni hans og skyldum er lokið. Krufningalæknar grafast fyrir mn or-
1 Helga Hansdóttir (2003). „Viðtöl um dauðann". Á vefeíðu Listasains Reykjavíkur:
www. Iis tasafnreykj avíkur. is.
ii 6