Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 119
SAMTAL FRÆÐIMANNS OG LISTAMANNS UM DAUÐANN
sakir þess sem gerðist á meðan sjúklingurinn var lifandi, reyna að finna
vísbendingar um hvað leiddi hann til dauða, en viðfangsefni þeirra er
samt sem áður lífið þótt þeir meðhöndli lík. Læknisffæðin uppgötvar,
aftur á móti, ekki neitt varðandi dauðann sjálfan, hann er einfaldlega skil-
greiningaratriði þess hvenær nákvæmlega lífveran er í raun andvana. I
vísindum er hann endastöð þekkingar og merkingar. Jafhvel þótt tilvist
ffamhaldslífs yrði staðfest, með einhverjum þeim hætti sem vísindamenn
tækju trúanlegan, efast ég um að það hefði nokkur áhrif á læknisfræði
sem slíka, starfsemi spítala myndi halda áfram eins og ekkert hefði í skor-
ist. Þó að varla sé nokkur stétt sem kemst í eins nána snertingu við dauð-
ann í daglegu starfi og læknar, hafa þeir líklega ekkert að segja okkur um
dauðann, fyrir utan það sem allir vita fyrir, að hann er einn af fáurn föst-
um punktum í tilverunni, ef ekki sá eini.
Viðfangsefnið sem Helga fjallar um er þýðing dauðans fyrir þá sem
standa frammi fyrir honum og hvaða áhrif tilhugsunin um dauðann
hefur á líf þeirra. Sumar spurningarnar eru siðferðileg álitamál, á borð
við endurlífgun, hversu langt skuli ganga við að bjarga lífi fólks sem
kann að hafa hlotið varanlegan skaða eða örkuml t.d. vegna hjarta-
stopps, eða líknardráp, hvort fólk sé fylgjandi því eða ekki. Myndlist
hefur afskaplega lítið til siðferðilegra álitamála að leggja. En það sem
liggur til grundvallar siðferðilegum spurningum fólks er ekki eingöngu
rökvísi og skynsemi, heldur ekki síður tilfinningalegt mat og skyn-
reynsla. Myndlist og listsköpun almennt hafa verið farvegur lýsinga á
persónulegum upplifunum okkar og þar sem Helga fæst að einhverjum
hluta við upplifun fólks á dauðanum þá er ekki fráleitt að leita í smiðju
listamanna, því að einstaklingsbundin skynjun og upplifun eru nokkuð
sem vísindum hefur gengið erfiðlega að ná tökum á. Við skulum þó
hafa hugfast að með því að draga upp ákveðna mynd af hlutunum er
ekki endilega að verið að skapa raunsanna og hlutlausa lýsingu á upp-
lifunum. Myndir eru einnig notaðar til að hafa áhrif á hvernig við
skynjum hlutina, með því að sýna þá í ákveðnu ljósi, draga fram og jafn-
vel ýkja einhverja eiginleika á kostnað annarra, eða setja þá í óvænt
samhengi. Það getur verið erfitt að draga mörkin á milli þess að skapa
lýsingu á upplifunum og að skapa upplifanir með lýsingum, þ.e. að hafa
áhrif á hvernig við skynjum hluti með því að lýsa þeim á ákveðinn hátt.
Við skulum því aðeins skoða hvaða leiðir myndlistarmenn hafa farið í
lýsingu sinni á dauðanum.
117