Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 121
SAMTAL FRÆÐIMANNS OG LISTAMANNS UM DAUÐANN
tilvistarspurningar sem myndlistarmenn fyrri alda voru svo uppteknir af.
Það væri fljótfæmi að saka myndlistarmenn nútímans um að vera yfir-
borðskennda eða léttvæga í verkum sínum. Við verðum að hafa í huga að
með tilkomn ljósmyndatækninnar á nítjándu öld glataði myndlist að
miklu leyti því frásagnarhlutverki sem hún hafði gegnt fram að því. Ljós-
myndir sýna hlutina á beinsketutari hátt og slá vopnin úr höndum mál-
arans. Ljósmyndatæknin er sá miðill sem við reiðum okkur á tál að minna
okkur á nálægð dauðans og ljósmyndin er öflugri að þessu leyti en allar
fyrri aðferðir.
Árið 1996 var haldin nokkurs konar hstahátíð dauðans, sem Hannes
Sigurðsson sýningarstjóri og hstffæðingur, og Sigurjón Baldur Haf-
steinsson mannfræðingur stóðu fyrir, undir yfirskriftinni „Eitt sinn skal
hver deyja“. Þeir settu upp tvær ljósmyndasýningar. Onnur þeirra sam-
anstóð af gömlum myndum úr ljósmyndasafiú Þjóðminjasafhsins af látn-
um Islendingum, sem lágu í heimahúsum, á líkbörum eða í líkfylgdum,
við húskveðjur og jarðarfarir, teknar til minningar um látna ástvini. A
öðrum stað í bænum var sýning á ljósmyndum Andres Serranos, amer-
ísks ljósmyndara sem var talsvert umtalaður um miðjan tíunda áratuginn,
af illa fömum líkum í líkhúsi. Ljósmyndir Serranos vom stórar, glansandi
og teknar með óaðfinnanlegri tækni, þannig að hvert smáatriði var ber-
strípað af meiri smásmygli en augað nemur og skráð í sinni kaldranalegu
nekt. Sá dauði sem birtist okkur í ljósmyndum Serranos er framandi og
andstyggilegur og okkur alls óviðkomandi, skilgreiningaratriði og forms-
atriði á dánarvottorði. Eins og Hjálmar Sveinsson komst að orði um
myndir Serranos í sýningarskrá: „Þegar maður sér þessar myndir af lík-
um þá langar mann ekkert til að deyja.“2
Við skulum ekki horfa framhjá þeim möguleika að ljósmyndir af hf-
andi fólki geti minnt jafh sterkt á dauðann og myndir af látou fólki. I bók
sinni Camera Lucida, sem Roland Barthes skrifaði eftir lát móður sinnar,
ræðir hann um ljósmynd sem Alexander Gardner tók árið 1865 af ung-
um manni, Lewis Payne, sem beið aftöku fyrir að hafa reynt að ráða inn-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, W. H. Seward, af dögum. Myndin sýnir
mann sem mun deyja, segir Barthes, en jafhframt er hann löngu dauður.
Hún sýnir bæði það sem verður og það sem orðið hefur. Ljósmyndir eru
teknar á tilteknu augnabliki sem felur í sér tilvísun á eitthvað óorðið, en
2 Hjálmar Sveinsson (1996). An<lres Serrano. Asýnd dauðans“. í Eitt sinn skal hver
deyja. Sigurjón Baldur Hafsteinsson (ritstj.). Reykjavík: Mokka-Press, bls. 52.