Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 122
GUNNAR J. ÁRNASON
þó er augnablikið löngu liðið. Þetta er hinum tilfinninganæina Barthes
erfið tilhugsun. „Frammi íyrir ljósmynd af móður rninni sem barni segi
ég við sjálfan mig: Hún mun deyja: Eg skelf eins og hinn hugsjúki sjúk-
lingur Winnicots, yfir áfalli sem hefnr þegar gerst. Hvort sem fyrirsætan á
myndinni er látin eða ekki þá er hver einasta ljósmynd þetta áfall.“3 Barn
að leik út í garði gefur yfirleitt ekki tilefni til að leiða hugann að dauð-
anum, en það minnir okkur á að hvað sem er getur, í vissu samhengi, ver-
ið áminning um dauða og hverfulleika tilverunnar, sérstaklega í hugum
þeirra sem syrgja látinn ástvin, eins og Barthes gerði.
4.
Ef við lítum í kringum okkur á myndlistarsýningu Magnúsar Pálssonar
sjáum við engar hauskúpur, krossa, opnar grafir, líkkistur, sölnuð blóm,
eða annan aukabúnað dauðans. Þar er yfirleitt ekkert sem minnir á hann.
Astæðan er ekki aðeins sú að þessi búnaður er svo yfirmáta klisjukennd-
ur, heldur líka sú að Magnús er ekki að fást við dauða annarra, heldur
okkar eigin, vitundina um dauðann. Viðmælendur Helgu lýsa viðhorfum
sínum til dauðans og Magnús er ekki að lýsa dauða þeirra, heldur er hann
að reyna að setja sig í spor þeirra, hann leitar inn á við í eigin reynslu,
sem hann á sameiginlega þessu fólki. Andres Serrano vakti kannski meiri
geðshræringar með því að spila á óhugnaðinn, en þetta voru geðshrær-
ingar sem beindust að því sem er framandi og ógnvekjandi, því sem kem-
ur utan frá og ógnar innri friði. En Magnús er að reyna að nálgast það
sem er ekki framandi, heldur íylgir okkur við hvert fótmál. Við verðum
að gleyma öllum hauskúpum og líkkistum, þær eiga heima í myndheimi
hryllingsmynda og leikmunageymslum vaxmyndasafna. Að lýsa vitund
sinni um eigin dauða krefst alls ólíkra efnistaka.
Við komumst í hálfgerðar ógöngur þegar við reynum að fjalla um vit-
und okkar um eigin dauða. Að vera meðvitaður uin eitthvað felur í sér að
það sé viðfang skynjunar eða hugsunar. En við getum ekki orðið meðvit-
uð um eigin dauða, af augljósum ástæðum, því dauðinn þýðir endalok
allrar vitundar. Þegar við tölum um að skynja dauðann er það ávallt í því
sambandi að við verðum þess áskynja að önnur vera er ekki lengur lif-
andi. Þar sem okkar eigin dauði felur í sér afneitun á allri vitund lendum
3 Roland Barthes (1981). Camera Lucida. Richard Howard (þýð.). New York: Hill and
Wang, bls. 94—96.
120