Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Qupperneq 123
SAMTAL FRÆÐIMANNS OG LISTAMANNS UM DAUÐANN
\áð í vandræðum með að tjá okkur um eitthvað sem getur aldrei orðið
rdðfang vitundarinnar. Dauði annarra er allt í kringum okkur, en okkar
eigin er hvergi, hann er utan við allt sem \dð getum nokkurn tíma þekkt.
Sömuleiðis er vitundina sjálfa hvergi að finna meðal hlutanna sem vit-
undin hefur að viðfangi. Þessi vandræði vitundarinnar í heimi hlutveru-
leikans urðu tihdstarspekingum óþrjótandi uppspretta hugleiðinga um
hlutskipti mannsins.
Það er ef til vill ofrausn að eigna tilvistarspekingum að hafa uppgötv-
að tómið, en þeir settu það á kortið svo um munar. Tilhugsunin um það
sem ekki er, um það sem ekki er að finna meðal hluta, eða réttara sagt til-
finningin finir tómleikanum, hefur elt myndhst á röndum í nútímanum.
Myndlist efidr seiimi heimsstjnjöld var uppfull af tómi, ef svo má að orði
komast, á sama tíma og listamenn gengu út á ystu nöf í tilraunum sínum
í abstrakt list. Italski málarinn Luciano Fontano gekk svo langt að rista
upp strigarm og opna glufur á myndfletánum til að hleypa tóminu í gegn.
Ameríski málarinn Bamett Nevman var frægur finir að mála svo einfald-
ar myndir að á þeim vom einungis einhtir fletir sem var skipt upp með
lóðréttum borðum. Allar línur í öllum hans málverkum vora lóðréttar.
Það má segja að hann hafi gengið eins langt og hægt var í að þurrka út
allar leifar táknrænnar merkingar eða frásagnarlegar lýsingar. En samt
sem áður málaði hann mikla mtmdröð af píslargöngu Krists íyrir kirkju
á árunum 1958-66, sem vora að mestu málaðar í svörtu og hvítu, með
lóðréttum línum. Hann lagði út af orðum Krists á krossinum, eins og þau
era skráð í Markúsarguðspjalh (15:34): Elói, Elói, lama sabaktaní - Guð
minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig. En Kristur er hvergi sjáan-
legur, né heldur neinn kross, það eina sem minnir á píslarsöguna er titill
myndaseríunnar. Annar samtímamaður Newmans, Mark Rothko, málaði
röð m}mda á sjöunda áratugnum sem allar era með tveimur misjafnlega
dökkum, gráum flötum sem skipta myndfletinum lárétt í miðju með
drungalegum sjóndeildarhring. Þetta vora síðustu myndimar sem hann
málaði áður en hann svipti sig lífi. Sú allt að því öfgakennda viðleimi til
að þurrka allt út sem hugsanlega gæti tengst raunsannri lýsingu eða tákn-
rænni tilvísun var ekki til komin vegna þess að þeir hefðu engan áhuga á
hinstu rökum tdlverunnar. Þvert á móti, í vissum skilningi má segja að
eina leiðin tdl að birta okkur dauðann sé að birta okkur ekkert, fjarvera
allra hluta.
Allt era þetta tdlraunir tdl að reyna að sýna það sem ekki er hægt að