Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 126
GUNNARJ. ÁRNASON
5.
Magnús Pálsson hefur verið lengi í bransanmn og list hans hefur end-
urnýjast stöðugt á löngum ferli. Það sést að vissu leyti á sýningu hans í
Hafharhúsinu hvernig hún stendur með annan fótinn í absúrdisma sjö-
unda áratugarins, en með hinn fótinn í ruglingslegu myndmáli samtíðar-
innar. Sýningin var sett upp sem ein samfelld innsetning sem Hrðist við
fyrstu sýn vera sundurlaus samtíningur. Salurinn var mykrvaður, kturn-
uglegum hlutum úr daglegu lífi dreift um salinn, brothættar leifar mann-
legrar tilveru, kommóða, stóll, lítið tjald, með stöku ljósi sem lýsti að of-
an. Það fyrsta sem vakti athygli þegar gengið var inn í salinn var hljóð
sem lá í loftinu, þungur andardráttur og hægur hjartsláttur. A gagnstæð-
um veggjum salarins var varpað á vegg skærum myndurn af hjartalínuriti
og röntgenmynd af mannslíkama.
Hvaða myndmál er hér á ferðinni og hvernig eigum við að upplifa og
lesa úr þessum myndum? Magnús skildi eftir vegpresta sem vísuðu veg-
inn til túlkunar. Skærar myndirnar á veggjunum voru staðgenglar lækn-
isfræðinnar, hlutgervingar hinna upplýstu vísinda um mannslíkamann.
Læknisfræðin gerir líkamann ffamandi og að vissu leyti að ráðgátu, sem
er fjarlæg þeim kunnuglegu upplifunum sem við höfum á okkar eigin lík-
ama. Að skoða rafeindastýrða gegnumlýsingu á eigin líkama er að vissu
leyti eins og að líta á gervihnattamynd af Islandi og ímynda sér að mað-
ur sé einhvers staðar á myndinni að sinna sínum málum. Hjartslátturinn
og andardrátturinn sem fylltu rýmið og fylgdu sýningargestingum við
hvert fótmál voru sem áminning um hina óáþreifanlegu en sívakandi vit-
und um hlutina. Raddir fólksins heyrðust ekki fyrr en við nálgumst ein-
stakar eyjar ljóss í salnum og rákumst á hversdaglega hluti sem tengjast
lífi fólks, t.d. kommóðu eða tjald. I hverri þyrpingu hluta voru heyrnar-
tól sem hægt var að setja á sig til að hlusta á samtal Helgu við tiltekna
einstaklinga, þar sem hún spurði út í einstök atriði varðandi viðhorf
þeirra til hjúkrunar, endurlífgunar og líknardauða. Raddirnar voru
dreifðar um salinn og hver um sig úr tengslum við aðra hluta sýningar-
innar, sem jók enn ífekar á hugmyndina um einstæðingsskap og einangr-
un mannsins í eigin hugarheimi. Andstæða myrkurs og ljóss hefur nátt-
úrlega margvíslegar tengingar: Mjó ljóskeilan gæti gefið til kynna
lífsneistann, á meðan alltumlykjandi myrkrið og óreiðan í salnum gæti
vakið upp tengingar við kristilegt myndmál, hinn dimma dal lífsins. Um-
I24