Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 127
SAMTAL FRÆÐLMANNS OG LISTAMANNS UM DAUÐANN
hverfis og upp efidr veggjum var allt á ská og skjön eins og jarðskjálíti
hefði riðið yfir og kollvarpað öllu eðfilegu skipulagi og ekkert var leng-
ur á sínum stað. Myndir Magnúsar tala skýru máli: Myrkur og einsemd;
gegnumlýsandi myndir sem áminningar um veikleika líkamans; uppbrot
og uppnám á reglulegu og vanaföstu lífsmimstri sem fýlgir tilhugsuninni
um dauðastundina.
6.
í byrjun greinarinnar \dtnaði ég í pistil Helgu Hansdóttur sem setti fram
þrjár spurningar. Erum við nokkru nær um svörin? Helga spurði fyrst
hvort listrænn sannleikur ætti eitthvert erindi við vísindi, hvort sá sann-
leikur sem við upplifum í verki Magnúsar hafi eitthvert gildi fyrir rann-
sóknir hennar? Sannleikur er líklega hugtak sem á varla við þegar við töl-
um um huglægar skynjanir, að minnsta kosti ekki það sannleikshugtak
sem vísindin taka góð og gild. Það er ekki hægt að meðhöndla myndhst
Magnúsar sem rannsóknargögn, né heldur sem tilgátu eða skýringar-
kenningu. Eg er hræddur um að í sýningu Magnúsar sé ekki að finna
neinn þann sannleika sem komi vísindamanninum að einhverju gagni.
En það er einmitt kosturinn við myndlist, hún er fóður fyrir ímyndunar-
afl og hugsun, án þess að við þurfum að binda okkur við takmarkanir hins
mælanlega. Og vísindamenn geta ekki verið án ímyndunarafls og skap-
andi hugsunar.
Helga spyr næst hvort hægt sé að fá heildstæðari sýn á viðfangsefnið
ef það er skoðað samtímis frá hstrænu og fræðilegu sjónarmiði? Er Helga
að fara fram á hið ómögulega, að til sé alhliða sýn sem nær bæði utan um
hið vísindalega og listræna? Við getum varla gert okkur vonir um slíka
sýn, en með spumingunni bendir Helga á að hið vísindalega sjónarmið
sé ákveðnum takmörkunum háð, það Kði skort, vegna þeirra ströngu
krafna sem vísindaleg aðferð setur vísindamanninum. Eins og Helga
kemst sjálf að orði bjuggu svör viðmælenda yfir „dýpt sem erfitt er að
skilgreina með vísindalegum aðferðum“.4 Aftur á móti, má fýlla upp í það
sem vantar í myndina með því að skoða hið listræna sjónarmið í sömu
andrá. Eg er ekki í nokkmm vafa um að Helga átti sig á hvað vantar upp
á í vísindalegri greinargerð fýrir viðhorfum fólks til dauðans og hugsan-
4 Helga Hansdóttir (2003).
I25