Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 137
Jón Ólafsson
Sjónhverfingar, syndir og hverfull
veruleiki
Um bækur Svörtu línunnar
Taakko Heinimáki: Syndimarsjö. ísl. þýðiner Aðalsteinn Davíðsson. Bjart-
ur, 2003, 110 bls.
Hermann Stefánsson: Sjónhveifingar. Bjartur, 2003, 184 bls.
Jón Karl Helgason: Ferðalok. Bjartur, 2003, 144 bls.
Þröstur Helgason. Emkavegir. Bjartur, 2003, 144 bls.
Bragi Olafsson. Við hinir einkennisklæddu. Bjartur, 2003, 144 bls.
1
Syndirnar sjö eftir finnska prestinn Jaakko Heinimáki er skemmtileg bók
og fróðleg. Heinimáki tekst að setja hugleiðingar um syndir og lesti í of-
urhversdagslegt samhengi með því að blanda frásögnum af meinlæta-
mönnum frumkirkjunnar, kirkjufeðrum og heimspekingum miðalda
saman við sögur úr samtímanum. Tilgangur bókarinnar er að hluta að
setja dauðasyndir í hversdagslegt samhengi, því að, eins og höfundurinn
segir í inngangskafla, dauðasyndimar nefna þá eiginleika í fari fólks sem
kunna að stjóma mestu um gerðir þess þó að þetta horfist fáir í augu við.
Heinimáki skrifar: „Ef til vill ættum við einfaldlega að segja ágirnd þar
sem vani er að tala um hagstæðustu stjómun fjármagns, tala um drykkju-
skap en ekki mikla neyslu áfengis, og um þjónkun við magann hjá þeim
sem sífellt fylgjast með vigtinni. Væri ef tdl vill öfund betra nafn á því sem
05