Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 138
JÓN ÓLAFSSON
nú heitir frjáls samkeppni og hroki betra orð en skrautyrðið stjtrk sjálfs-
vitund?“ (bls. 7). Heinimáki er ekki að halda því fram að auðugt fólk, for-
stjórar eða viðskiptaleiðtogar af ýmsu tagi séu gírugir og samviskulausir.
Gagnrýni hans er merkilegri en svo: Hann er beinlínis að benda okkur á
að margir þeir eiginleikar sem samtíminn hvetur fólk til að tileinka sér,
vilji það kornast áfram í lífinu, eigi hugsanlega meira sameiginlegt með
löstum en dygðum og að vert sé að hugleiða það.
Afturhvarf til syndanna sem Heinimáki boðar er ekki ný hugmynd í
siðferðis- og meðferðarorðræðu samtímans, þar sem athafinir og aðgerð-
ir, fólk, einstaklinga og persónuleika skortir í augum margra einhvers-
konar trúverðugleika. Hin skyldubundna Hrðing finrir hvaða lífsstíl sem
vera skal og nánast hvaða gildum sem hugsast getur skapar tungtunál sem
stöðugt fer í kringum sjálft sig - tungumál byggt á viðleitni til að forðast
og hliðra sér hjá frekar en að takast á við. Gagnrýni á vestrænt frjálslyndi
hefur oft beinst að þessu einkenni nútímans og má þar nefiia jafn ólíkar
hugsunarhefðir og tilvistarstefhuna sem varð til fyrir og um miðja síð-
ustu öld og samfélagshyggju í siðfræði sem er yngra fyrirbæri. Heinimáki
tekst hinsvegar að ræða siðvenjur samtímans í ljósi kristinna viðhorfa til
synda án þess að falla í gryfju heimsósóma sem svo oft einkennir siðferði-
lega gagnrýni. Hann fetar þann meðalveg, sem ekki öllum hefur tekist,
að setja fram lífsgildagagnrýni án þess að fletta um leið ofan af aftur-
haldsemi.
Greinarmunurinn á dauðasjmdum og veigaminni syndum er þekktur
ffá því í upphafi kristni en listi hinna sjö dauðasynda - ágirndar, óhófs,
hroka, öfundar, heiftar, andlegrar leti og lauslætis - á rætur að rekja til
guðfræðilegrar kerfisbindingar miðalda. Þegar dauðasjmdunum er lýst
með þessum hætti eiga þær í raun við höfuðlesti mannsins frekar en
verknaði af ákveðnu tagi og eins og Heinimáki bendir á er þeim gjarnan
stillt upp sem andstæðum sjö höfuðdygða, en það eru þær fjórar dygðir
sem Grikkir til forna gerðu mest úr - viska, hófsemi hugrekki og réttlæti
- og kristnu dygðirnar þrjár, trú von og kærleikur. Umfjöllun Heinimák-
is sjálf er með alveg sama hætti. Hann tengir ekki sérstaka verknaði öðr-
um fremur við dauðasjmdirnar, heldur er hann fremur með hugami við
hugsunarhátt eða - í mörgum tilfellum - hugsunarleysi. Það sem Heini-
máki þrejnist ekki við að benda lesendum sínum á er að við gerumst oft
sek um alvarlegar syndir vegna þess að við yfirvegum ekki breytni okkar
og ástæður hennar. Við hugsum ekki nógu mikið eða djúpt um hver við
136