Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 141
SJÓNGERVTNGAR, SYNDIR OG HVERFULL VERULEIKI
hverri manneskju þá er auðvitað ekki hægt að ræða um dauðasyndir í al-
vöru án þess að gera sér á einhvem hátt mat, leynt eða ljóst, úr slíkum
tilfinningum. Syndin er lævís og hpur og verðlaun hennar era dauðinn.
Að forðast syndina er að forðast dauðann, ekki hinn óumflýjanlega endi
jarðlífsins, heldur ennþá óhugnanlegri dauða þess sem neitar sér um að
hfa fifinu - neitar sér um að vera höfundur eigin fifsviðhorfa. Með því að
byggja á viðvarandi ótta, er Heinimáki einnig að neita einum viðteknum
sannindum nútímans, þeim að Guð sé dauður. Guð hfir góðu lífi á með-
an hægt er að endurvekja óttann við syndina á trúverðugan hátt. Trúðu
eða trúðu ekki: Máttur syndarinnar er engu að síður ratmverulegur.
Það að skoða mannlegar athafhir í ljósi synda undirstrikar ábyrgð
hvers einstaklings á eigin lífi. Þó að Heinimáki segi það ekki hreint út, er
hann í og með að skrifa gegn þeirri tilhneigingu velferðarsamfélagsins að
sjúkdómsvæða hegðun, athafnir og hugsun sem ganga gegn góðu sið-
ferði. Þannig verður þunglyndi (sem fellur undir andlega leti) að synd í
meðförum hans og sömuleiðis sumir eiginleikar fólks sem algengara er
að telja utan þess sem það hefur stjóm á: „Þá er alltaf reynt að sleppa sem
auðveldast undan öllu því sem reynir á hugsun, siðferði eða hið andlega.
... Sálin hjakkar í sama farinu og ekkert skiptir máli“ (bls. 100). Þessi
nálgun er ögrandi þó að ekki megi taka hana of alvarlega. Það er vissu-
lega eitthvað heilbrigt við það að manneskja beiti þeirri hugsun á hegð-
un sína sem Heinimáki mælir með, en það er á hinn bóginn út í hött að
halda að slíkt viðhorf geti unnið bug á eiginlegum sjúkdómi. Gagnrýni á
sjúkdómsvæðingu þarf að setja fram þannig að ákveðinn greinarmunur sé
virtur, það er greinarmunur á heilbrigði og sjúkleika, jafhvel þó að ljóst
sé að sá greinarmunur getur aldrei orðið fullkomlega skýr eða endanleg-
ur. I samtímanum búum við þrátt fyrir allt yfir miklu máttugri aðferðum
og miklu dýpri skilningi á sjúkdómum, orsökum þeirra og mögulegum
lækningum en nokkru sinni fyrr. Það er fáránlegt að halda því fram að
hægt sé að bregðast við andlegum sjúkdómum á trúverðugan hátt í með
því að beita sjálfsgagnrýni eða sjálfsrækt af því tagi sem Heinimáki fjall-
ar um.
Það er annað sem gerir umræðuna um dauðasyndir erfiðar. Við sjáum
strax þegar við lítum á syndimar að þær skiptast í tvo flokka. Annarsveg-
ar eru lestir sem falla einkum undir ffamkomu gagnvart öðru fólki og
hvaða sjónarmið einstaklingurinn lætur ráða í samskiptum sínum við
annað fólk. Hmsvegar eru lestir sem birtast í lífemi og lífsvenjum. I bók
H9