Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 143
SJÓNGERVINGAR, SYNDIR OG HVERFULL VERULEIKI
andi að forlag skuli með þessum hættd skapa sér leiðandi hlutverk í því að
þróa skrif af nýju tagi. Bækurnar þórar eru allar skrifaðar af mjög færum
höfundum sem hafa þegar getið sér orð. Tveir eru gagnrýnendur og
blaðamenn, einn ljóðskáld og skáldsagnahöfundur, sá fjórði er fræðimað-
ur. Þeir eru ólíkir um stíl og aðferðafræði en allir eru þeir að hringsóla á
einhverjum mörkum. Þetta gerir að verkum að bækur þeirra eru afar
áhugaverð lesning, eiginlega með því áhugaverðara sem komið hefur út
á síðustu misserum.
Það má segja fleira Svörtu línunni til hróss: Frágangur bókanna er
mjög góður (þó að finna megi að myndaprentuninni) og ekki er annað að
sjá en að ritstjórnarvinna sé vönduð og fagleg. Þetta er ekki hrár texti eða
klasturkenndur. Þvert á móti - hann er í flestum tilfellum greinilega af-
rakstur yfirlegu. Væntingarnar sem rit af þessu tagi vekja eru þær að
maður muni sjá ný og fersk efnistök, sannkallaðan vaxtarbrodd í „ess-
eisma“. Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir marga góða kosti
bókar Jaakkos Heinimákis er sú bók viss stílbrjótur í þessu samhengi, hún
uppfyllir ekki þær væntingar um ferskleika og nýjabrum sem hinar bæk-
urnar óneitanlega vekja. Það er ekki hægt annað en að óska þess að rit-
stjórar línunnar séu í framtíðinni skýrari um hvað þeir ætla sér með
henni. A hún að hafa skýra leiðarhugmynd eða verður hún frekar bóka-
flokkur þar sem margvíslegar áhugaverðar bækur, eftir íslenska höfunda
og erlenda, koma út, einskonar mini-lærdómsrit? Að mínu mati er hitt -
lína með skýra leiðarhugmynd - talsvert áhugaverðara fyrirbæri, að Lær-
dómsritum. Bókmenntafélagsins alveg ólöstuðum.
III
Greinar Þrastar Helgasonar í ritgerðasafninu Einkavegir eru skrifaðar í
skýrum blaðamennskustíl, þó að mér sé ekki kunnugt um að þær hafi
birst í fjölmiðlum sem pistlar eða frásagnir. Þessi stíll og áferð er höfund-
inum töm því að Þröstur er blaðamaður á Morgunblaðinu og umsjónar-
maður Lesbókar Morgunblaðsins og sem slíkur einn helsti menningar-
blaðamaður landsins um þessar mundir. En þó að greinarnar hafi
yfirbragð dagblaðapistla sér lesandinn fljótt að metnaður höfundar er
meiri en gengur og gerist um höfunda menningar- og dægurmálapistla í
blöðum. Titill bókarinnar lýsir aðferðinni: „Að leggja einkavegi“ segir
Þröstur „þýðir að prófa, reyna á sjálfum sér, rannsaka og búa þannig til