Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 144
JÓN ÓLAFSSON
sína eigin slóð í landslaginu. Þetta getur þýtt að maður verði að fara úr
alfaraleið og einnig að maður þurfi að spila með, fara troðnar slóðir,
slóðin sem skilin er eftir verður ný ef við gætum þess að hugleiða hvert
skref1 (bls. 20). Þannig má skilja greinar Þrastar hverja mn sig sem lagn-
ingu einkavegar í þessum skilningi, eða að minnsta kosti tilraun til þess.
Þröstur sláptir bókinni í sex svið eða þemu til viðbótar við inngangs-
greinina þar sem hann gefur skýringu eða skilgreiningu á nálgmi simii og
það má láta sér detta í hug að þessi kaflaskipting bókarinnar eigi líka að
segja lesandanum hvaða svið það eru sem Þröstm' hugsar sér að rannsaka:
Vegakerfið, ófrumleikinn, endmtekningar, blekkingar, lostinn og Kkið.
Greinarnar eru oft samdar þannig að Þröstur leggur út af einhvem per-
sónulegri reynslu sem hann veltir svo vöngum yfir með tilvísun til þeirra
fræðihöfunda sem nærtækastir eru. Þetta tekst stundum vel stundum síð-
ur, eins og gengur, en hér er ekki tóm til að kafa ofan í einstök ati'iði í því
sambandi. Mig langar þó að nefna greimna „Líkbíllinn“ sem er midir
kaflaheitinu „Lostinn“. Þar lýsir Þröstur ferð til vændiskonu - kunnug-
legt minni bókmenntanna auðvitað - og byrjar á kjarkaðan hátt. Maður
fær á tilfinninguna að hér ætli höfundurinn að sigrast á hinum óhjá-
kvæmilega tepruskap bókmenntamannsins frammi fyrir lostafullri og
hryllingsblendinni lágkúru þeirrar fljótafgreiddu athafnar sem karlmenn
greiða fyrir við slík tækifæri. Sögumaðmiim veldur okkur þó vonbrigð-
um hér - karmski sjálfum sér líka og vel má vera að það sé á endanum
greinarefnið: Menntamaðminn leggur á flótta fyrst midan hinni eggjandi
orðræðu vændiskonunnar og svo henni sjálfri þegar hann springur á
limminu og hraðar sér burtu undir háðsglósum: „Þið Norður-Evrópu-
menn eruð svo þrúgaðir af sósíalískri réttlætiskennd að þið getið ekki
einu sinni riðið mellu“ (bls. 116). I annarri grein tekur Þröstrn á s\ ipað-
an hátt á öðru skammarefhi - sjálfsffóun. En endir sögunnar er annar í
því tilfelli, sögumaðurinn rennur saman við umhverfi sem í fyrstu vekur
með honum hneykslun: „Eftir sturtuna fer ég að vigtixmi þar sem karhnn
stendur rauður og þrútinn með magann út í loftið og nikkar til mín kum-
pánlega...“ (bls. 99).
I þessum ffásögnum er Þröstur á ystu nöf og lesandinn finnur fyrir
glaðhlakkalegum hrolli þegar Þröstur fetar sig eftir bjargbrúninni. En
einhvernveginn tekst honum að snúa sig útúr þeim aðstæðum sem hann
skapar með þessum hætti, rugla lesandann í rírninu og stundum er eins
og í þessu birtist greiningarhugmynd hans. Henni fylgir Þröstur efdr
142