Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 145
SJÓNGERVINGAR, SYNDIR OG HVERFULL VERULEIKI
með svokallaðri atriðisorðaskrá við lok bókarinnar. Hún væri betur
nefnd hugtakaskrá því hér er Þröstur að gefa lesandanum stuttar skýring-
ar á nokkrum hugtökum sem hann notar í bókinni. Skýringarnar eru
hinsvegar mjög undarlegar, svo ekki sé meira sagt og Atriðisorðaskráin er
nánast eins og aukagrein í bókinni eða einhverskonar eftirmáli. Skýring-
ar Þrastar á hugtökum eru stundum gagnrýni á hugtökin sjálf eða þá
notkun þeirra sem Þröstur telur algengasta, stundum hálfkveðnar vísur
og stundum út í hött. Þær setja að því leyti punktinn yfir i-ið í bókinni
að sá lesandi sem hefur verið að þróa með sér þá túlkun að Þröstur sé
ekki síst að hugsa um það að gera grín að sjálfum sér ekki síður en þeirri
bókmenntahefð sem hann sumpart fýlgir og reynir sumpart að losa sig
við, getur tahð atriðisorðaskrána stuðning við þá túlkun. Það er samt
ekki alveg hægt að finna bitið í skránni og erfitt að hrífast af henni, þó að
vissulega sé hægt að skilja hvað Þröstur er að gera með henni. I heildina
finnst mér bók Þrastar birtast sem einhverskonar fyrirheit. Hér er greini-
lega frumlegur og áræðinn höfundur á ferðinni, hann vantar ekki viljann
tdl að fara eigin, nýjar leiðir og það vonandi að Þröstur haldi áffam að
þroska og dýpka skrif sín.
Bók Þrastar kallast á við bók Hermanns Stefánssonar. Þeir eiga margt
sameiginlegt sem höfundar. Hermann er rétt eins og Þröstur blaða-
mennskulegur í nálgun sinni og eins og Þröstur hefur hann augljóslega
metnað sem nær út fýrir venjuleg dagblaða- eða tímaritaskrif. Hann er
greinilega efhilegur esseisti og pistlahöfundur ef manni leyfist að taka svo
klisjukennt til orða. Hermanni er uppsigað við margar viðteknar venjur
og nálganir þekktra forma menningarskrifa. Hann hæðist að bókmennta-
gagnrýni og gerir ýmsar tilraunir til að losa sig út úr hinu viðtekna. I
skrifum hans er ekki síður að finna tilraun til að vinna með og þróa kenn-
ingar ýmissa þekktra evrópskra heimspekinga og bókmenntamanna síð-
ustu áratuga og efnið sem honum er hugleiknast er í takt við það, en það
er fölsunin, blekkingin. Titill bókarinnar, Sjónhverfingar, segir kannski
allt sem segja þarf um það.
Greinar Hermanns eru af tvennu tagi. Annarsvegar lengri greinar
fræðilegri, hinsvegar stuttir pistlar, hugleiðingar þar sem Hermann glím-
ir við og kryfur ákveðin atvik - upplifanir sem eru stundum hans eigin,
stundum fengnar annarsstaðar frá. Mér finnst Hermanni takast best upp
í styttri greinunum. Hann hefur lag á að velta upp spurningum og opna
þær. Hann er frumlegur höfundur að því leyti að hann sér margar hliðar
x43