Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 147
SJÓNGERVINGAR, SYNDIR OG HVEREULL VERULEIKI
ég geri ráð fyrir að sumu leyti uppspunninni gervifrásögn Hermaxms.
Það er kannski eðli alls texta að verða svo handgenginn þeim sem með
hann fer, hvort sem um er að ræða lestur eða rannsókn að maður þurfi
að beita sérstökum aðferðum til að koma í veg fyrir að maður geri text-
ann einfaldlega að sínum og kjósi að láta túlkun koma fram með þeim
einfalda hætti að endurtaka texta í öðru samhengi, öðru umhverfi. Bor-
ges leikur sér með þessa hugmynd í frægri smásögu sinni um Pierre
Menards, höfund Dons Kíkóta og Hermann gerir þá sögu að útgangs-
punktd greinar sinnar.
IV
í viðtali við Jorge Luis Borges sem birtist í tímaritinu Philosophy and Lit-
erature fyrir mörgum árum er hann spurður spurningar sem hann fékk
oft á ferli sínum og svaraði jafhan á sama veg. Spurningin var eitthvað á
þá leið, hvort eða að hve miklu leyti hann væri hugsuður. Því hafhaði
Borges, af alkunnri hógværð, og kvaðst ekki vera annað en bókmennta-
maður, maður sem segði sögur. Það vildi bara svo til að hann gerði sér
stundum mat úr skrifum heimspekinganna í sögum sínum. En hógværð
Borgesar var stílbrigði ekki síður (og kannski frekar) en eiginleiki og
óþarff að taka svarið of hátíðlega. Og jafnvel þó að Borges hafi meint það
sem hann sagði bókstaflega þá er ekki þar með sagt að það hljóti að vera
niðurstaða þeirra sem lesa sögur hans. Það er ekkert ólíklegt að jafnvel
þótt Borges hafi verið óhkindatól hafi hann meint þetta bókstaflega því
að við sjáum í þessu sama viðtali og víðar í því sem haft er eftir Borges
og því sem hann skrifaði, að hugmynd hans um heimspeki var ákaflega
þröng. I grundvallaratriðum taldi hann að heimspekingar væru þeir sem
leituðu svara við ráðgátum af ákveðnu tagi og eyddu lífsorku sinni í það
að setja veruleikann í einhverskonar kerfi. Hann gat ekki séð að sá eigin-
leiki smásagna hans að benda á eða opna ráðgátur gæti dugað til þess að
þær mætti kalla heimspekilegar eða ætla honum heimspekilegan metnað
við ritun þeirra.1
Nú er ekki ætlun mín að bera smásögur Braga Olafssonar í bók hans
Við hinir einkennisklæddu saman við sögur Borgesar. En hvort sem það
vakir fyrir Braga eða ekki, þá opnast heimspekilegt eða fræðilegt sjónar-
hom með svipuðum hætti við lestur þessarar bókar. Mig granar raunar
1 Philosophy and Literature, 1. árg. 3 hefd haust 1977
H5