Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 148
JÓN ÓLAFSSON
að einhverskonar rannsókn hljótd að vera leiðarstef Braga í þessari bók,
hvernig svo sem hann mundi sjálfur skýra eða skilgreina þá raimsókn.
Við sjáum það strax í efhisyfirhtinu. Bókinni er skipt í hluta eða kafla sem
hver um sig hefur yfirskrift sem minnir á eða vísar til kafla eða bókaheita
í fræðiriti eða kallast að minnsta kosti á við slík heiti. Þannig heitir fyrsti
hluti bókarinnar „Tíminn sem tekur minningu að verða ininningu“, sá
næsti „Tröppumar upp hggja niður á við“ þá „Að sjást“ svo „Hrnum
megn sjóndeildarhringsins“ og loks „Njfi gluggi út í garð“. Oll þessi heiti
gefa einhverskonar yfirvegun eða rannsókn til kynna og jafhvel niður-
stöðu, þó að bókin hvorki feli í sér né gefi í skyn lausn eða svör við ráð-
gátum. Bragi virðist alveg geta látdð sér duga að vekja upp spurningarn-
ar eða draga lesandann inn í samhengi sem opnar einhverja spurrdngu
um veruleikann, hvort sem um er að ræða hinn ytri veruleika, mhrnið eða
úrvinnslu minnis.
Þessi nálgun Braga gerir sögurnar einkennilega vitsmunalegar. Og við
hlið hinna bókaxma í línunni sem væntanlega mrmdu teljast bækrn' al-
menns efnis samkvæmt hinu vandræðalega flokkunarkerfi íslenskrar
bókaútgáfu, verður þessi eiginleiki þeirra ennþá meira áberandi. En þó
að sögur Braga veki aðeins upp vitsmunalegar spurningar og hann sé
tæplega á höttunum eftir einhverju heimspekikerfi, gengur hann þó
lengra en Borges í því að sumar sögurnar virðast eiga að skilja lesandann
efdr með einhverskonar nýja niðurstöðu. Oftar en einu sinm grunar
mann að þessi niðurstaða eigi að vera eitthvað á þá leið að eðli veruleik-
ans og ekki síður innihald minnisins séu fyrst og ffemst fólgin í ákvörð-
un manns. Aftur og aftur leggja sögupersónur Braga út í einhverskonar
athugun, eða eru reknar áffam af forvdtni til þess eins að komast að því
að þessari forvitni verður ekki svalað í neinum eiginlegum skilningi:
„Einhverntíma fyrir mörgum árum ákvað ég að kíkja aldrei aftur inn um
þennan glugga, ég vildi ekki skemma þessa gömlu minningu, eina af
þeim fáu sem ég á úr æsku“ (bls. 31). I stað þess að komast að haldbær-
um eða endanlegum niðurstöðum um ýmsa hluti sem oft varða einmitt
fortíð þeirra sem í hlut eiga - minni þeirra um atburði eða fólk sem á ein-
hverju skeiði hefur haft áhrif á þessar persónur, rekast þær á nýjar spurn-
ingar eitthvað sem fær þær til að hætta, leggja árar í bát án þess að hafa
fengið svör, en með nýja vitneskju í farteskinu um eigin takmarkanir eða
um hina miklu einsemd minninganna. Þannig er spurningin - hvernig
var þetta nú affur, hvernig var það í raun og veru - alltaf afvegaleiðandi
146