Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 160
PETUR KNUTSSON
Corcu Chonluain, og bendir því ekki sérstaklega til að nafhið Melkorka
vísi til ættflokks Líadan. Hitt er aftur á móti vel hugsanlegt, að það hafi
verið Melkorka sjálf sem flutti með sér kvæðið um Líadan og Curithir til
Islands og að Guðrún hafi nmnið það af henni. Ef svo væri hefðu þau
Kjartan kunnað það bæði.
Sagan um Líadan og Cuirithir, Comracc Líadaine ocus Chuirithir, er
varðveitt í tveimur 16. aldar handritum. Málfarið bendir til þess að það
hafi verið ritað á 9. öld, en efnið er e.t.v. eldra, því skáldkonan Líadan er
sögð hafa verið uppi snemma á 7. öld. Sagan er gefin út af Meyer
(1902),25 en harmkvæði Líadan úr sögunni er prentað í útgáfu Murphys,
Early Irish Lyrics, næst á efrir kvæðinu um Kerlinguna af Beare.26 Sain-
kvæmt Gísla Sigurðssyni hefur verið bent á söguna um Líadan og Cui-
rithir sem fyrirmynd Kormáks sögu, þótt Einari Olafi Sveinssyni hafi
fundist sögurnar harla ólíkar.2
Líadan er heitbundin Cuirithir,28 en rýfur heirið með því að „taka upp
höfuðfat nunnu“ (ro gab caille), þ.e. að ganga í klaustur. Cuirithir gerist
einsetumunkur. Síðar leitar Líadan hans, en hann siglir úr landi; óljóst er
hvort Líadan kveður kvæðið sitt áður eða efrir að hann siglir. Hún deyr
á steininum þar sem Cuirithir var vanur að biðja bænir sínar. I kvæðinu
eins og það er prentað hjá Murphy eru tíu vísur; þær þrjár vísur sem ég
rilgreini hér á eftir eru nr. 1,5 og 9.
Luidsium didiu co 77iboí i Cill Letrech i tír na nDéise ina ailithri. Do-luidsi
for a iarairsium et dixit:
En hann gerðist pílagrímur og settist að í Cell Letrech í landi Déisi-
manna. Hún kom og leitaði hans og sagði:
Cen áinius Engin fróun
in gním í do-rigénus: það sem ég gerði:
an ro carus ro cráidius. þann sem ég hef elskað, hef ég kvalið.
ingu vera „hafrar“, og nefnir fleiri dæmi þess að heiti korntegunda hafi verið notuð
í yfirfærðri merkingu sem „ættflokkur, þjóð“.
25 K. Meyer, Líadain and Cuirithir, an Irish Love-Stoiy of the Ninth Centuiy. London
1902. ’
26 Gerard Murphy, Early Irish Lyiics. Oxford: Clarendon Press, 1956: The Lament of the
Old Woman of Beare, bls. 74—83; Líadan Tells of Her Love to Cuirithir, bls. 82-85.
27 Gísli Sigurðsson, sama rit bls. 96.
28 I inngangsorðum að harmkvæði kerlingarinnar af Beare er Líadan nefnd Líadan hen
Chuirithir, Líadan kona Cuirithirs (Murphy 1952, bls. 18).
158