Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 163
ÞELM VAR EK VERST: LÍADAN OG CUIRITHIR í LAXDÆLU
og tekið upp caille, eða höfuðfat nunnu. Þá er sláandi hljómlíking milli
nafhanna Kjartans og Cuirithir, þótt Kjartansnafnið sé ýmist tahð sam-
svara sjaldgæfu írsku nafni, Cerddád,34 eða vera dregið af afanafninu
Mýrkjartani, Muirceartach. Að lokum má benda á lykilatriði í sögunum
t\reimur: Cuirithir sighr frá Líadan á sama hátt og Kjartan sighr ffá Guð-
rúnu, konan bíður ósigur í viðureign elskenda. Tilvísunin er því hlaðin
merkingu sem gefur tdl k}mna að a.m.k. framan af hafa áheyrendur þekkt
hina írsku sögu.
Þá má leiða hugann að því hvort Bolli Bollason hafi þekkt kvæðið,
hvort móðir hans hafi kennt honum það í bamæsku. Eða var kvæðið fýr-
ir henni öllu fremur hluti af annarri tilvem, öðram heimi þar sem hún
hefði átt bam með Kjartani en ekki Bolla? Það bam hefði getað lært
kvæðið af móður sinni og Melkorku föðurömmu sinni báðum. En í þeirri
veröld hefði Kjartan ekki siglt án Guðrúnar, og Líadan og Cuirithir átt
börn og bura og aldrei ort neitt; og bókmenntdr þeirrar veraldar hefðu
orðið með öðra sniði.
I ritd sínu Mátttigar meyjar gerir Helga Kress ráð fyrir að hin þaggaða
kvenmenning sé fulltrúi heiðninnar: Eddukvæðanna, völva, tröllskessa
og vætta sem kdrkjan afneitar. Svo mun hafa verið á ritöld, þegar karl-
veldið hafði tekið við kristni og gert hana að aðalsmerki sínu. Bók Helgu
þallar einmitt um ritöld, um þá þöggun sem blasir við í handrituðum
heimildum, enda er undirtdtill bókarinnar „Islensk fombókmenntasaga“.
En í þeirri þokukenndu sagnfræði sem við skynjum í Laxdælu og öðram
Islendingasögum er ef tdl vill hægt að greina annað og eldra viðhorf tdl
kristni, viðhorf hins heiðna íslenska karlveldis þar sem hin þaggaða kven-
menning er fulltrúi sjálfrar kristninnar og leitar samstöðu með undir-
málsfólkinu, hinu landlausa, réttlausa og mállausa. I uppreisn sinni gegn
karlveldinu finnur kvenröddin gjaman griðastað hjá þeim þjóðfélagshóp-
um sem karlveldið velur sér tdl fjandskapar. Launin eru að sjálfsögðu út-
skúfun, eins og bók Helgu skráir miskunnarlaust. Guðrún Ósvífursdótt-
ir ólst upp í heiðni, á tímum þegar rækt við tungumál og trúarbrögð
erlendra ambátta hefði falið í sér vissa uppreisn gegn karlveldinu. En hún
lifir þau hamskiptd sem karlveldið tekur gagnvart kristni: Samkvæmt
tímatali Einars Ól. Sveinssonar35 fær Bolh Guðrúnar kristnitökuárið.
34 Helgi Guðmundsson, Um haf imian. Vestrænir mmn og íslensk menning á miSöldnm.
Reykjavík: Háskólaútgáfan 1997 (bls. 308-309).
35 Laxdæla bls. xlix.
iói