Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 164
PETUR KNUTSSON
Það eru þessi skipti sem ómerkja síðustu uppreisn hennar, það að gerast
einsetukona, að fylgja í fótspor Líadan í klausturlausu landi.
*
Guðrún er kvenskörungur, og verst fimlega, gerir góða tilraun til að
svara syni sínum á hans eigin tungumáli með því að skammta eiginmönn-
um sínum trúverðuga einkunn: „Þorkell var maðr ríkastr ok hofðingi
mestr, en engi var maðr gorviligri en Bolli ok albetr at sér. Þórðr Ingunn-
arson var maðr þeira vitrastr ok lagamaðr mestr. Þorvalds get ek at
engu.“ Kvenskörungur er kona sem kann að bregða fyrir sig orðræðu
karla. En Bolli sækir á jafnharðan, honum er ljóst að það vantar nafn í
þessa upptalningu: „hitt verðr eim ekki sagt hverjum þú trnnir mest;
þarftu nú ekki at leyna því lengr.“36
Spurningin er ekki aðeins nauðung, hún spyrðir einnig saman ósam-
stæðar eindir: annars vegar ástina sem hlær að hverjmn dilkadrætti, hins
vegar virðisaukann, að elska meir, að elska mest, stefið sem vaknar fyrst í
refhvörfnm þýðingarinnar og hefur því ekki getað verið í upprunalegri
spurningu sonarins. Enda svarar sögupersónan Guðrún ekki þessari
merkingarlausu spurningu,37 heldur leyfir kvenröddinni að tala. Hún
vitnar í ástarkvæði úr fortíðinni, úr landi konunga og ambátta. Hún seg-
ir: Það er gömul saga.38
36 Laxdæla 78. kap., bls 228.
37 Helga Kress (1993, bls. 140) segir: „Ekki er víst að Guðrún viti hvern hún elskaði
mest, og hvern næst mest, osfr.“
38 Eg þakka Helgu Kress fyrir gagnrýninn lestur frumdraga að þessari grein og hrir
margar ábendingar sem ég hef notað mér óspart. Einnig þakka ég Gróu Finnsdótt-
ur í Bókasafni Þjóðminjasafns fyrir margan snúning, og Hafdísi H.Vilhjálmsdóttur
í Landsbókasafni-Háskólabókasafni fyrir hreinan galdur í útt'egun millisafnalána.
162