Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 165
Michael Theunissen
Nærvera dauðans í lífinu1
Michael Theunissen fæddist í Berlín 11. október 1932. Faðir hans var rit-
höfundur og báðir foreldrar hans aðhylltust róttæka mótmælendatrú,
ekki aðeins í orði heldur einnig í verki, eins og glöggt má sjá á því að þau
földu ofsótta gyðinga á heimili sínu þegar helförin geysaði í síðari heims-
styrjöldinni. Þessi persónulega reynsla hafði djúptæk áhrif á hinn unga
Theunissen og hefur hann í verkum sínum æ síðan lagt ríka áherslu á
samfélagslega ábyrgð heimspekinnar, eins og fram kemur í þeim orðum
hans að „heimspekin komi ekki að gagni fyrr en hún verði hættuleg“.
Theunissen nam heimspeki í háskólunum í Bonn og Freiburg/Br. og
lauk doktorspróli frá síðamefhda skólanum árið 1955, aðeins 22 ára gam-
all, með ritgerð um hugtakið alvöru hjá Sören Kierkegaard. Hann kenndi
við Freie Universitát í Berlín 1959-1967, tók við prófessorsembætti við
háskólann í Bem árið 1967 en sneri skömmu síðar aftur til Berlín þar sem
hann kenndi og rannsakaði þangað til hann lét af störfum árið 1998.
Theunissen er í hópi virtustu heimspekinga sinnar kynslóðar í Þýska-
landi og hefur starfað náið með mörgum þeirra, s.s. Jurgen Habermas,
Emst Tugendhat og Dieter Henrich. Andstætt ríkjandi tilhneigingu í
heimspeki samtímans til að loka sig af og einangrast í sértækum hugtaka-
heimi, heldur Theunissen því fram að það sé heimspekinni nauðsynlegt
1 Fyrirlesturinn var upphaflega fluttur í röð þverfaglegra þTÍrlestra við Freie Univer-
sitát Berlin undir almennu jdirskriftinni Dauði og andlát. Fyrirlesturinn birtdst fyrst
í R. Winan og H.P. Rosemeier (ritstj.) (1984). Tod und Sterben, Berlin/New York: de
Grujner, bls. 102-124. Endurpr. í Michael Theunissen (1991). Negative Tbeologie der
Zeit, Frankfurt a.M.: Suhrkamp, bls. 197-217.
163