Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 168
MICHAEL THEUNISSEN
í dauðaheimspeki nútímans er nærvera dauðans í lífinu raunar ráðandi
viðfangsefhi. Með „nútíma“ á ég við þá menningu sem mótaðist kring-
um 1830 og er stundum kölluð módemismi til aðgreiningar fi'á nútím-
anum í víðari skilningi. Með heimspeki dauðans á ég nánar tiltekið við
þýska nútímaheimspeki eða þá heimspeki sem tekur mið af henni.
Frá lokum Goethe-tímabilsins leitar dauðinn ákafar á heimspekilega
hugsun en nokkru sinni fyrr, ef undan er skilin stóuspeki Rómverja.
Heimspekileg ástæða þessa er hin svokölluðu „endalok frumspekinnar“.2
Frá sjónarhóli viðfangsefnis okkar hugsar sá frumspekilega sem greinir
mannveruna í líkama og sál. Að baki þessari sundurgreiningu bjó trú á
ódauðleikann. Eftir að heimspekin losnaði undan frumspekilegum for-
dómum beindi hún sjónum að manninum í heild og þar með að dauða
sem varðar manninn í heild. Þetta á jafht við um guðleysingja á borð Hð
Feuerbach og kristna hugsuði eins og Kierkegaard. Og þarf ekki að koma
á óvart, því að einungis heiðingjar trúa á ódauðleika sinn; kristnir menn
trúa á upprisuna og þar með á dauðann.
„Endalok frumspekinnar" hafa einnig í för með sér að eftir 1830 verð-
ur hin heimspekilega íhugun um dauðann að íhugun um nærværu dauð-
ans í lífinu. Frumspekin hafði tekið sér fyrir hendur að túlka innihald
dauðans. Fram til tíma Hegels, að honum meðtöldum, var ráðandi túlk-
un Platons á dauðanum sem aðskilnaðar sálarinnar frá líkamanum. Þeg-
ar trúin á möguleika slíkrar innihaldstúlkunar hvarf varð heimspekin að
láta sér nægja eins konar formlega umfjöllun um tengsl dauðans við líf-
ið. Raunar hafði hugsunin fengist við þetta viðfangsefni áður en hún varð
frumspekileg, í hinni forsókratísku heimspeki, einkuin hjá Heraklítosi.
Sérstaða umfjöllunarinnar um dauðann eftir tímabil frumspekinnar verð-
ur hins vegar ekki ljós þegar allt kemur til alls fyrr en við leiðum okkur
fyrir sjónir hvernig hin þýska heimspeki nútímans fer með návist dauð-
ans í lífinu: Hún leysir dauðann upp og tekur hann inn í lífið. Til að sýna
fram á þessa tilhneigingu til að innlima dauðann í lífið læt ég nægja tvær
tilvitnanir sem eru dæmigerðar fyrir ótölulegan fjölda annarra. Feuer-
bach skrifar í riti sínu Dauðaþankar (Todesgedanken, 1830): „Aðeins fyrir
dauðann, en ekki í honum sjálfum, er dauðinn dauði og sársauki; dauð-
2 Um samhengi samtímadauðaskilnings og glötunar frumspekinnar sjá Walter Schulz
(1975). „Zum Problem des Todes“. I Alexander Schwan (ritstj.), Denken irn Schatten
des Nihilismus (Afrnælisrit fyrir Wilhelm Weischedel), Darmstadt, bls. 313-333. í
nokkrum meginatriðum tengjast útfærslur mínar Schulz.