Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 169
NÆRVERA DAUÐANS í LÍFINU
inn er svo dularfullt fyrirbæri að hann er einungis þegar hann er ekki, og
hann er ekki þegar hann er.“3 Og Heidegger skrifar í Veru og tíma (Sein
undZeit, 1927): Að hætti „mannlegrar tilveru", þ.e. samkvæmt veruhætti
mannsins, „er dauðinn einungis í tilvistarlegri veru til daubans. ... Enda-
lokin sem hugtakið „dauði“ vísar til eru ekki endir mannlegrar tilveru,
heldur vera hennar til enda. Dauðinn er veruháttur mannlegrar tilveru
sem hún yfirtekur jafnharðan og hún er.“4
Þessi mótsagnakennda afstaða er ekki skiljanleg nema út frá „endalok-
um frumspekinnar“. Þau leystu úr læðingi hughyggju (þ. Subjektivismus)
sem fór langt út yfir þá heimspeki sjálfsverunnar (þ. Philosophie der Su-
bjektivitdt) er ríkt hafði snemma á nýöld. Þegar dauðinn er leystur upp og
tekinn inn í lífið í kjölfar hughyggjunnar birtist aðeins ein fjögurra
smætta. Samhliða henni er smætt dauðans í dauða mannsins. Dauði
mannsins er smættaður í dauða einstaklingsins, dauða hvers og eins, og
dauði einstaklingsins loks í það sem hver og einn fær ráðið með athöfn-
um sínum. Allar þessar smættir eru til vitnis um sömu hughyggjuna sem
sjálf vísar til sögulegrar stöðu þessarar dauðaheimspeki efdr endalok
frumspekihefðarinnar.
Þessi sögulega skýring á heima við upphaf erindis míns vegna þess að
hún gefur mér tækifæri til að gefa upp endi þess og markmið. Það sem
ég hef nú þegar sagt felur í sér að afstaða mín til nútímans er klofin, í
senn jákvæð og gagnrýnin. Afstaða mín til nútímans er jákvæð að því
leyti að ég reyni að nálgast dauðann út ffá nærveru hans í lífinu;
gagnrýnin kemur hins vegar fram í því að ég tala um smættir. Andstætt
smættarskilningi á dauðanum er markmið mitt að endurheimta óskert
dauðahugtak. Eg læt stjórnast af eftirfarandi sannfæringu: Nærveru
dauðans gætir í lífinu, en það er ekki hægt að leysa hann upp og taka inn
í það; hann er ósvikinn þáttur hins mannlega, en jafnframt hlutskipti alls
sem lifir; í mínum eigin dauða upplifi ég einnig dauða annarra og í dauða
annarra upplifi ég eigin dauða; ég get að nokkru leyti brugðist við hon-
um með athöfnum mínum, en hann heldur samt áfram að vera eitthvað
sem hendir mig, náttúrlegur atburður sem staðfestir að ég er hluti af
náttúrunni.
5 Ludwig Feuerbach, Siimtliche Werke, W. Bolin og F. Jodl (ritstj.). I. bindi: Gedanken
iiber Tod und Unsterblichkeit, bls. 84.
4 Martin Heidegger (1953). Sein und Zeit. 7. útg., Tubingen, bls. 234 og 245.
167