Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 171
NÆRVERA DAUÐANS í LÍFINU
hver segir að hann geti aðeins haft reynslu af sínum eigin dauða, leggur
hann til grundvallar ákveðinn fyrirframskilning af hvoru tveggja „dauða“
og „reynshi“. Og ef annar segir á móti að hann geti aðeins haft reynslu
af dauða annarra, leggur hann annan skilning í „dauða“ og „reynslu“. Sá
sem vill endurheimta óskert dauðahugtak þyrfti að leiða í ljós óskert, ós-
mættað reynsluhugtak með sama hætti. Þetta verkefni verður hins vegar,
eins og svo mörg önnur, að liggja milli hluta hér.
Spumingin, hvemig við getiim talað um dauðann, er fjarri því að vera
sú eina sem felur í sér örðugleika. Hin spumingin, hvemig við eigiim að
tala um hann, þröngvar sér upp á okkur vegna þess að í henni felast al-
veg sérstakir örðugleikar. Hið sértæka hugtak „dauði“ virðist vísa til eitt-
hvers sem sé til óháð okkur. Þetta leiðir okkur í þá freistni að íjalla um
dauðann af hlutlægu tómlæti. Spumingin, hvernig við eigiim að tala um
hann, felur í sér kröfu um að sigrast á þessum örðugleikum. Sá emn
br}7’gðist rétt við þessari kröfu sem væri sér að fullu meðvitaður um að
hann er sjálfur dauðleg vera og talaði ekki aðeins nm eitthvað heldur
ræddi við aðrar dauðlegar verur. Sú staðreynd, að við erum ekki aðeins
dauðleg heldur lifnm sem dauðlegar verur, merkir: \7ið vitum að við
verðum að deyja og vitum þó ekki hvenær. Sú tálsýn, að við gætum stillt
dauðanum upp fyrir framan okkur og látið hann vera þar, myndi fyrst
hverfa þegar við ræddum um hann í vissu um þá óvissu hvort við þurfum
að deyja þegar í dag.
Alltént getum idð sameinast í þessari vissu. En tálsýnin um að dauðinn
sé hlutur sem einn geti talað um við annan eins og eitthvert þriðja atriði,
snýr aftur í breyttri mynd þeirrar tálsýnar að dauðinn sé hlutur sem blas-
ir á sama hátt við öllum. Raunin er hins vegar sú að ekki er fyllilega hægt
að miðla reynslunni af dauðanum milli manna. Þótt dauðinn sé alls ekki
einkamál hvers og eins þá gildir engu að síður að ég tek ekki raunveru-
lega afstöðu til hans nema ég taki jafnframt afstöðu til sjálfs mín. Að tala
um dauðann merkir því einnig að tala um sjálfan sig.
Aleð þessu er ég einungis að tefla dauðaheimspeki nútímans, einkum
heimspeki Kierkegaards, gegn gervihlutiægni í umfjöllun um dauðann.
Þessi heimspeki vanmetur þó vandamáhð með því að vilja ekki kannast
við að hugmyndin um að tilvist dauðans sé óháð okkur sjálfum á sér vissa
stoð í veruleikanum. Nánar tiltekið snýst hugmyndin sem liggur til
grundvallar tah okkar um „dauðann“ um framandi máttarvald. Það má
segja að kyndilberinn og maðurinn með ljáinn persónugeri andstæðar
169