Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Qupperneq 172
MICHAEL THEUNISSEN
hugmyndir um dauðann.6 Engu að síður persónugera þær báðar þetta
máttarvald. Með því að persónugera dauðann hlutgera þær hann sem
sjálfstætt afl. Þótt slík hlutgerving dauðans sé ímyndun útdlokar það alls
ekki að hana megi rekja til ósvikinnar reynslu.
Vitaskuld kallar spurningin, hvemig við eigum að ræða mn dauðann,
á enn annað svar. Auðvitað eigum við að ræða um hami, eins og mn allt,
á sldljanlegan hátt. Nauðstmleg forsenda þess að maðm' tali skiljanlega er
að orðin sem hann notar, séu notuð svo sem hlustendur hans skilja þau.
Við verðum sem sagt að gera okkur ljóst hvernig við öll - og innan svig-
ans sem ég setti utan um sögulegan þátt málsins verður að bæta við: Hér
og nú - tölum um dauðann í raun og veru. Heimspeki verður að ganga
lengra en hversdagsleg málnotkun, en hún má ekki hefja sig upp yfir
hana. Hugtakagreining er reyndar talsvert sértæk iðja. Þar með stöndmn
við frammi fyrir höfuðvanda yfirvegaðrar orðræðu um dauðann. I máh
okkar verður að koma fram að hann snertir okkur. Dauðirm er tilvistar-
legt þnirbæri sem nauðsynlegt er að orða af tilvistarlegri alvöru. Frammi
fyrir slíkri alvöru birtist öll sértækni sem leikur, hugarleikur. Aðalvand-
inn er togstreitan á milli kröfunnar rnn alvöru og skorts á alvöru, en sá
skortur loðir við alla sértækni. Hugtakagreining er engu að síður nauð-
synleg krafa.
Hún er sérstaklega aðkallandi þegar rannsaka á nærveru dauðans í líf-
inu. Því að öll þessi hugtök eru margræð: „Dauði“, „líf‘, „nærvera“,
„nærvera dauðans ílífinu“. Það er einkum brýnt að sýna fram á hvernig
við ræðum venjulega um dauða og andlát. Greining á notkun hugtakanna
„líf‘ og „nærvera“ færi út fyrir mörk fyrirlestrar míns. Þegar þessi hug-
tök eiga í hlut verð ég þtd að láta mér nægja að skilgreina þau. Yfirhöfað
takmarka ég mig við orðaforðann sem er nauðsynlegur í umfjölluninni
hér á eftir.
Með „dauða“ eigum við vanalega við tvennt: Annars vegar ástandið
eftir lífið, það að vera dauður, hins vegar umskiptin frá lífinu til þess sem
er ekki lengur líf, þ.e. dauðdagann. Við tökum svo til orða að í dauðanum
skynjum við ekkert lengur og meinum það að vera dauð; við segjum
einnig að dauðinn hafi sótt einhvern heim og eigum við dauðdagann,
6 Sbr. Lessing. „Wie die Alten den Tod gebildet". í Samtliche Sckrifteii, (ritstj.) K.
Lachmann, VHI. Bindi, bls. 197-248; Herder, „Wie die Alten den Tod gebildet?". í
Samtliche Werke, (ritstj.) B. Suphan, V Bindi, bls. 656-675, 2. útg.: XV Bindi, bls.
429-485.
170