Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 173
NÆRVERA DAUÐANS í LÍFINU
andlát einhvers. Síðari merkingin er greinilega tamari. Tungumál okkar
tekur mið af því að dauði og fæðing heyra saman. Samkvæmt því er dauð-
inn einkum atburður. Ef fæðingin er sá atburður sem líf okkar í þessum
heimi hefst með, er dauðinn umfram allt sá atburður sem því lýkur með.
Líf okkar breiðir úr sér milli fæðingar og dauða.
,úkð deyja“ skiljum við einnig vanalega á tvennan hátt. Annars vegar
framangreind umskipti, hins vegar lokastig Kfsins. Samkvæmt fyrri merk-
ingunni merkir það að einhver deyr að dauðinn sæki hann heim. SKk
orðanotkun er aðeins möguleg vegna þess að dauðsfalhð er í raun ferh,
ferh umskiptanna. Adð skiljum „að deyja“ einnig sem ferli þegar við eig-
um \dð lokastig lífsferilsins. Raunar virðist hreint ekki auðvelt að afrnarka
þetta stig. I bók sinni Viðtöl við deyjandi fólk ræðir Elisabeth Kúbler-Ross
við sjúklinga sem eru í þeirri aðstöðu að óvissan um dauðastundina, sem
við búum öll við, er orðin að skelfilegri fullvissu - byggðri á sjúkdóms-
greiningum sem boða þeim skjótan dauða.' Orðið „að deyja“ hefur enn
þrengri merkingu þegar með því er átt við „að hggja fyrir dauðanum".
Loks notum við einnig hfshugtakið í tveimuu ólíkum merkingum:
Annars vegar í líffræðilegri merkingu sem vísar til þess að líf okkar á
hlutdeild í öllu sem hfir, hins vegar í því sem kalla mætti ævisögulega
merkingu þess lífs sem er manninum eiginlegt. Fyrri merkingin er t.d. til
staðar í þeirri ftdlyrðingu, sem algengt er að heyra um þessar mundir, að
hfi á þessari jörð sé ógnað; síðari merkingin er á ferð þegar við spyrjum
okkur hvers konar kfi við viljum lifa eða þegar við segjum sögur úr hfi
okkar. Hér þyrfd að fylgja nánari greining á hinu sérstaka lífi mannsins.
Fjuir eftirfarandi umfjöllun nægir að benda á að einn þáttur þess er líf
andans. Ef maður vill á annað borð notast við andahugtakið þá verður að
skilgreina það út frá lífinu. Andi er líf. Tal um andlegt líf, t.d. borgar eða
lands, þarf ekki sjálfkrafa að vera marklaust.
Samkvæmt þessu öllu eru hugtökin „dauði“, „að deyja“ og „hf“ öll sem
eitt tvíræð. Þessi tvíræðni nær jafnvel tdl orðsins „nærvera“ og hennar
gætdr einnig í forsetningunni „í“. Þannig er titillinn „nærvera dauðans í
lífinu“ í heild sinni tvíræður. Ég byrja á að drepa stuttlega á merkinguna
sem ég legg í „í“. Þegar maður segir að eitthvað sé í einhverju öðru þá
aðgreinir maður það sem hluta frá heild. Heild lífsins má ýmist skilja
tímalega eða verufræðilega. Sá sem talar um nærveru dauðans í lífinu
getur átt við nærveru í tímalegri heild hfsins, heild lífshlaups einstak-
Elisabeth Kiibler-Ross (1982). Interviews mit Sterbenden, 14. útg., Stuttgart, bls. 31.