Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 175
NÆRVERA DAUÐANS í LÍFINU
spekinnar. Lokamark hennar er aítur á mótd m mynd nærveru sem þessi
dauðaheimspeki þyrfd að komast að ef hún vill brjóta af sér höftin.
A miðri leiðinni færi ég mér í nyt þær hugmyndir í heimspeki nútífn-
ans sem ég tel að fái staðist. En ég dvel ekki lengi við túlkanir og flétta
einungis gagnrýni inn í þar sem hún gagnast til að skýra mína eigin af-
stöðu. Þrjár mikilvægustu heimildir sem ég nýti mér eru, auk Dauða-
þanka Feuerbachs og Veru og tíma eftir Heidegger, „Grafræða“ (1845)9
Kierkegaards og ritgerð Martdn Schelers „Dauði og framhaldshf' (1911-
1914)10 sem birtdst að honum látnum, og sérstaklega annað rit sem heim-
spekingur, er í eina tíð gegndi mikilvægu hlutverki í andlegu Kfi Berlín-
ar, skildi efidr sig óbirt, Lífiskoðun (1918) eftdr Georg Simmel.11 Það má
skjóta því að að það er ekkd að öllu leytd tilviljun að öll þessi verk birtust
á milh útgáfuára bóka Feuerbachs og Heideggers, þ.e. á tímabilinu 1830
tdl 1927. Eg hneigist til þeirrar skoðunar að þróun þessarar gerðar nú-
tímaheimspeki, rétt eins og þróun nútímalistar, hafi að mestu verið tæmd
hundrað árum eftdr upphaf hennar, þ.e. um 1930.
I ritgerð sinni „Að stunda heimspekd er að læra að deyja“ sem geymir
hugleiðingar tvöþúsund ára um dauðann, skrifar Alontaigne: „Allir dag-
ar stefha í átt tdl dauðans, sá hinsti kemst alla leið“.12 Þessi mikli siðspek-
ingur hugsar um þá veru í tíma sem við deilum með hlutum þessa heims,
um veru okkar í hinum hlutlæga tíma er við getum lesið af klukkunni sem
framrás klukkustunda og daga. I vídd þessa tíma er líf okkar frá upphafi
ákvarðað af dauðanum. Með hlutunum eigum við hverfulleikann sameig-
inlegan og með hverfulleikanum nálgumst við dauðann. I Ijósi hrömunar
okkar sjáum við hverfulleika hlutanna og í hverfulleika hlutanna upp-
lifum við hverfulleika okkar sjálffa. Þetta er grunnmynd nærvem dauð-
ans í hfinu.
Hugsun Montaignes um að hverfulleikinn beri okkur í átt til dauðans
rennur saman við aðra hugsun, jafngamla gríska harmleiknum. Það er sú
hugsun að líf okkar sé ævilangur dauði, eða að dauðinn sé ekki aðeins
lokastig hfsins heldur lífið í tímalegri heild sinni. Þessi hugsun virðist
9 Sören Kierkegaard, Samlede Vœrker. Utg. A. B. Drachmann o.fl., 2. útg., V. bindi.,
bls. 261-293. Sjá einnig Alichael Theunissen (1982). Der BegriffEmst bei Sören Ki-
erkegaard. 3. útg., Freiburg/Múnchen, bls. 140-147.
10 Max Scheler, Gesammelte Werke, útg. M. Scheler, X. Bindi, bls. 9-64.
11 Georg Simmel (1918). Lebensanschammg:: Vier metaphysische Kapitel. Mtinchen/Leip-
zig. Þriðji kafli ritsins fjallar um dauða og ódauðleika.
12 Michel de Montaigne (1953). Essais. Zúrich, bls. 141.
173