Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 176
MICHAEL THEUNISSEN
heldur sértæk þegar hún er orðuð í samhengi við raunverulegar aðstæð-
ur þeirra sem lifa sína hinstu stund. Hún fölnar frammi fyrir alvöru bana-
legunnar. Engu að síður hittir hugsunin ákveðinn veruleika, nefnilega líf-
ið í líffræðilegum skilningi. Að því leyti sem líf okkar er líf alls sem lifir,
verður það ekki aðeins dauðanum að bráð vegna þess að það er í tíma.
Eitthvað í því sjálfu stefhir að dauðanum. Það er ekki á mínu valdi að
gera upp á milli ólíkra kenninga um öldrun sem deilt er um í líffræði
samtímans. En líklega mætti einnig tjá þá hugmynd, að lífið sé samfelld-
ur dauði, með hjálp viðteknustu kenningarinnar um stökkbreytingar. Það
væri áreiðanlega vísindalega nákvæmara að segja að hrörnunarferli lífsins
hefjist ekki strax við fæðingu heldur einhverntíma eftir fæðinguna. Þeg-
ar þessi hugmynd er metin á grundvelli þeirra sönnunargagna sem hún
krefst þá reynist hún ýkt. En ég tel þó að við getum látið greinarmuninn
á dauða sem varir alla ævi og dauða sem hefst skömmu eftir fæðingu
liggja milli hluta. Heimspekilega skiptir öllu máli að undir lífslínunni eða
bakvið hana, ef svo má að orði komast, línuna sem birtist á yfirborðinu
og rís í fyrstu en tekur ekki að hníga fyrr en tiltölulega seint, á sér stað
samfellt ferli sem stefnir í átt til dauðans.13
Fyrstnefndi hverfulleikinn er víðtækari en sá dauði sem er byggður inn
í hinn líffræðilega veruleika, því að fleira en hinn líffræðilegi veruleiki er
ofurselt honum; síðastnefndi dauðleikinn ristir dýpra því hann á upptök
sín í innsta kjarna lífsins. Báðar þessar gerðir nærveru dauðans í lífinu
eiga það hins vegar sameiginlegt að sá veruleiki sem þær setja mark sitt á
er óháður vitundinni um hann. Eiginlega erum það ekki við sem göng-
um í átt til dauðans, heldur erum við hrifin til hans; og við deyjum
stöðugt, hvort sem við leiðum hugann að því eða ekki.
Að eldast er aftur á móti raunverulegt, líkamlegt ferli sem jafnframt
hefur vitundarvídd. Mér virðist það ekki rétt af líffræðingum að blanda
því saman við það að deyja. Alltént er það að eldast dálítið annað meðal
okkar mannanna. Samhliða því breytist tímavitundin. Þessi breyting er
skilyrt af því að eftir því sem lengra líður á líf okkar eykst umfang fortíð-
arinnar um leið og umfang framtíðarinnar minnkar. Af þessu leiðir að
tímavitund ungs fólks er gerólík tímavitund hinna eldri. Sá ungi horfir
13 Meðal nútímahöfunda er Simmel sá sem veitti hinum ævilanga dauða í líííræðileg-
um skilningi hvað mesta athygli. Samkvæmt kenningu hans tekur að draga úr vaxt-
arkrafti lífvera skömmu eftir fæðingu, þar til kemur að því að hrörnunin verður vaxt-
arkrafdnum yfirsterkari.
174