Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 178
MICHAEL THEUNISSEN
við lifum er ekki fyrirfram gefinn veruleiki sem einungis endurómar í vit-
undinni, heldur veruleiki sem stjórnast af vitundinni. Að þtd marki sem
við sköpum okkar eigin veruleika á meðvitaðan hátt getum tdð, ef að-
stæður leyfa, náð stjórn á okkar eigin lífi fyrir tdlstilli dauðans og þar með
að vissu leyti á sjálfum okkur. En við, sem leiðum hugann að þessu, meg-
um hins vegar ekki gleyma því að þetta vald er sprottið af vanmætti. Við
hrifsum það af storminum sem lætur okkur reka í átt til dauðans, með því
að snúa bakinu upp í storminn. Aðeins að þessu leyti lifum tdð hetjulegu
lífi. Sú innantóma hetjuheimspeki sem boðar að með því að stefna beint
á endalokin öðlist tilveran fyrst eigið eðli, á rætur að rekja til þeirrar hug-
hyggju sem felur meðal annars í sér að dauðinn er leystur upp og tekinn
inn í lífið. Frá sömu hughyggju er komin tilhneigingin til að alhæfa tíma-
leika hins sérstæða mennska lífs og afneita þtd að við mennirnir lifum
einnig í hlutlægum tíma. Með þessu tapaðist broddurinn: Uppruni lífs-
ins frá dauðanum í lífinu til dauðans og þar með einnig uppiuni valdsins
í vanmætti. Með því að fara út yfir veru okkar í tíma og beita sértækum
hugtökum verður meira að segja óskiljanlegt hvernig dauðinn sér okkur
fyrir orku til athafna. En það gerir hann einmitt með því að við tökurn
okkur einungis það fyrir hendur sem við ráðum við að gera innan marka
venjulegs líftíma, þ.e. á ákveðnu tímabili hins hlutlæga tíma.
Lífið frá dauðanum, rétt eins og lífið til dauðans, hið ævilanga andlát
og að eldast, er einnig ein mynd þess hvernig dauðinn ákvarðar lífið fyr-
irfram, þó að hann sé sjálfur ekkert annað en endir þess og ástandið sem
tekur við af því. A dauðinn sér stað í lífinu á annan hátt? Ræður dauðinn
einungis yfir lífinu eða er hann einnig ráðandi í gegmwi það?
Sú ályktun að líf okkar sé fyrirfram „ákvarðað“ af dauðanum er tjáð
með fremur formlegum hætti. Aþreifanleg merking hennar er þessi: Við
lifum í skugga dauðans. Ef þetta er raunin virðumst við einnig þurfa að
segja: Dauðinn varpar skugga sínum fram fyrir sig. Þetta er að vísu
áþreifanlegt en um leið myndrænt. Myndhvörf þurfa engan veginn sjálf-
krafa að afhjúpa skort á veruleikatengslum. En við verðum samt að sann-
reyna hvort þær vísa til einhvers veruleika eða ekki, þ.e. hvort um eintóm
myndhvörf sé að ræða. Eg get ekki framkvæmt slíka rannsókn hér og læt
spurningunni því ósvarað. Fyrir mér vakir einungis að sýna fram á að ein
mynd nærveru dauðans í lífinu, sem að svo komnu máli passar ef til vill
alveg í röð þeirra mynda hennar sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni,
felur mögnlega í sér að dauðinn falli bókstaflega inn í líf okkar. Með því
176