Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 180
ELISABETH BRONFEN
in þegar sjálfsþversögnin „dauð kona“ umturnast í upptuggu orða með
sömu merkingu.21 Vegna þess að merkingarffæðilegu andstæðmmar
„kvenleg fegurð“ og „dauði“ reynast líka merkja það sama skapar sam-
runi þeirra mælskufræðilega mtekningu. Aftur er þetta „allra“ til marks
um að þanþolið er á þrotum, í þessu tdlvdki augnablikið þegar aðgreining-
armælskufræðina þrýtur.22
Þegar dauðinn leysir konuna af hólmi kemur í ljós önnur þversögn
sem er rótgróin í birtingu menningarinnar á kvenlegmn dauða. Þótt líf-
færafræðilegur kynjamunur sé enn til staðar í dauðaferlinu, felur hefð-
bundinn skilningur á líkinu í sér að það sé kynlaust, að það sé ónafn-
greindur, lífvana líkami, dautt efni án skapgerðar eða sálar. Þannig bendir
Sally Humphreys á að á meðan lifandi líkami sé tengdur einstaklingi hóti
„dauðinn að binda endi á alla aðgreiningu“. Vegna þess að líkið er
mamismynd (t.figure) án nokkmra aðgreinandi andlitsdrátta mætti segja
að táknfræðilega þjóni það hlut\ærki tilviljanakennds, tóms og víxlverk-
andi tákns, sé endalaust yfirborð sem má varpa sér í. A þverstæðukennd-
an hátt (svo hugmyndir Poes og Freuds séu sameinaðar) er þessari út-
þurrkun kyngervisins í vestrænni menningu, ásamt öllum öðrum
þjóðfélagslega uppbyggðum þáttum, komið á framfæri í kyngends-
bundnum líkama, í hinu afburðafallega og girnilega kvenlíki hástigsins.
Fegurðarmótunin er ekki aðeins nátengd þeirri verndun sem kyngerv-
istengdar fantasíur veita, heldur einnig þeim kröftum sem ímyndunar-
aflið beitir til þess að særa burtu hið illa ffammi fyrir dauðanum. Krist-
eva heldur því fram að til þess að syrgjandinn deyi ekki af völdum dauða
annars, ímyndi hann sér hlut, hugsjón, stað fyrir handan, í þeim tilgangi
að eignast athvarf utan sjálfs sín. Óuinbreytanlegur og fagur líkaminn
21 L. V Thomas (1980). „La mort, objet antliropologique.11 I Les Cahiers lnteniation-
aux de Symbolisme, bls. 37-39. Hann bendir á að Iíkið haldi áfram að vera innantóm
táknmynd sem birtir ekki sjálfsveru; þannig vísar viðvera þess til hirveru! bls. 33-44.
22 I ensku Shakespeares var „nothing“ klúrt orð yfir kynfæri kvenna sem gaf í skyn
samsvörun kynferðis kvenna og dauða þar sem síðarnefnda orðið er einnig eitt
merkingarfræðilegt gildi orðsins „nothing." Þessi merkingarfræðilegu vensl gætu
vel hafa haft áhrif áfram í menningu 18. og 19. aldar. Sjá E. A. M Colman (1974).
The Dramatic Use ofBawdy in Shakespeare. London: Longman, 1974. Einnig Elaine
Showalter (1985). „Representing Ophelia: women, madness and the responsibilites
of feminist criticism.“ í Shakespeare and the Question ofTheoiy. Patricia Parker og
Geofffey Hartman (ritstj.). London: Methuen. Showalter bendir á að „lögmál þess
sem vekur löngun og birtir hið kynferðislega í karlmannlegri sýn setur kynfæri
kvenna í samhengi hryllingsins yfir því að það er ekkert að sjá“, bls. 70.
I92