Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 181
,ALLRA LJOÐRÆNASTA VIÐFANGSEFNIÐ'
sjálft augnablikið þar sem textinn snýst gegn sjálfum sér, þar sem hann
ógildir sínar eigin forsendur, þar sem hann afhjúpar það sem átti að hylja
- það er augnablik hins gegndarlausa líkingamáls.
Ef við gefum okkur að meginatriðin í skáldskaparffæðum Poes lýsi í raun
því almenna ráðaleysi andspænis dauðanum, kvenlegri fegurð og listinni,
sem svo víða gætir í menningunni, er ákvörðun hans um að sameina þessi
þrjú atriði ekki jafn mótsagnakennd og gera mátti ráð fyrir í fýrstu. Hún
vísar öllu heldur til annars og ekki síður hefðbundins flokks menningarvið-
miða. Því dragi einhver umræða um dauðann dul yfir þá óumflýjanlegu
staðreynd að maðurinn rotnar, er aðferðin sú að leita athvarfs í fegurðinni.
I ótta okkar við sundrungu og hrömun leggjum við traust á ímyndir
óskertrar heildar, hreinleika og flekkleysis. Lacan bendir á að fegurðinni sé
ætlað að benda manninum á samband sitt við eigin dauða, en aðeins með
því að gefa það í skyn í blindandi ljóma.13 Hugmyndin um fullkomleika
fegurðarinnar er svo sannfærandi vegna þess að hún afsannar hugmyndina
tun eyðingu, sundrun og ófullkomnun, eins þótt hún sé í raun aðeins stað-
gengill fýrir þann raunveruleika mannlegrar tilvem sem alhr óttast en
verða að sætta sig við. Eins og Barbara Johnson heldur fram þá er fegurð-
in á sinn þverstæðukennda hátt ekkert annað en „sú ímynd dauða, gelding-
ar og bæhngar, sem henni er ætlað að hindra og hjúpa dularljóma.“14
Sú hugmynd er sannarlega útbreidd í vestrænni menningu að fegurð-
in sé aðeins yfirborðsleg andstæða dauðans. Hjá Freud varpar minnið um
líkkisturnar þrjár ljósi á hvernig vahð á þriðju og síðustu konunni, en hún
er þeirra „fegurst, best, vænst og elskulegust“, samsvarar því í mörgum
goðsögnum að velja dauðann, þannig að þessi þriðja kona er annað hvort
látin, dauðinn sjálfur eða gyðja dauðans. Valið á henni gefur til kynna há-
stig - hina altækustu þverstæðu (þ. univahrscheinlichste Steigerung).15
13 Jacques Lacan (1986). Le Séminaire VII. L'éthique de la psychanalyse. Paris: Seuil. Sjá
einnig umfjöllun Sanders Gilmans (1989). Difference and Pathology. Stereotypes ofSex-
uality, Race and Madness. Ithaca: Cornell University, um hvernig kynferðislegir sjúk-
dómar á borð við sýfilis eru sýndir með myndum af kvenlegri fegurð, sem gríma er
hylur rotnunina.
14 Barbara Johnson (1980). The Critical Difference. Baltimore: Johns Hopkins Univer-
sity Press, bls. 48.
15 Sigmund Freud (1913). „The Theme of the three Caskets.“ Standard Edition 12.
London: The Hogarth Press, bls. 298. Það er forvitnilegt að Freud hefur umíjöllun
sína með annarskonar staðgengli, með því að setja kistu í stað konu. Að geta ekki
ákveðið hvort valið um þriðju kistuna/konuna merki valið á dauðri konu, dauða