Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 183
NÆRVERA DAUÐANS í LÍFINU
íylkingar, takmarkaði sjálfsyfirstig lífsins við lífsvöxtinn, viljann til valda,
sem vill meira og sífellt meira vald. A hinn bóginn auðkennir það vinstri
væng lífheimspekinnar, sem þróaðist yfir í tilvistarspeki, að hann beindi
sjónum að hinni hreyfingunni, þ.e. því lífi sem er jafnframt meira en Kf,
og rannsakaði hana ofan í kjölinn. Þessi hluti lífheimspekinnar komst að
þeirri niðurstöðu að hið róttæka sjálfsyfirstig, sem yfirstígur lífið sjálft,
væri drifkraftur ósxdkins mennsks Kfs og þyrfti ekki að vera takmarkað
við fif andans. Osvikið mennskt fif er það hf sem við lifum. I ljósi þessa
verður að skilgreina geranda sjálfsyfirstigsins á nýjan leik. Samkvæmt
framansögðu er hfið gerandinn; það er lífið sem yfirstígur sjálft sig. Eg
geri einnig ráð fyrir að svo sé. Að því leyti og að svo miklu leyti sem við
fifum lífinu erum við jafiiframt sjálf gerendur. Líf okkar yfirstígur sjálft
sig með því að við greinum okkur í sífellu ffá heiminum og sjálfum okk-
ur. Sartre orðaði þetta svo: Veruleiki mannsins felst ekki í neinu öðru en
að shta sjálfan sig án afláts ífá heiminum og sjálfum sér. Þó að þetta sé
veruleiki mannsins í hlutlægum skilningi, hvort sem okkur líkar það bet-
ur eða verr, verðum við samt sífeht að skapa hann að nýju. Hið eiginlega
mennska hf er nefinlega ekki fyrirfram gefið. Það verður að læra að hfa
mennsku lífí. Og við lærum það einungis með því að æfa okkur að kveðja.
Þetta er sjálfsagt ekki það sem Montaigne átti við, en það liggur samt
fólgið í þeirri frdl}Tðingu hans, að læra að deyja er að læra að hfa.
Alér er það ljóst að tilgátan um að ósvikið mexmskt líf sé í sjálfu sér og
á heildina htið kveðjandi, þarfhast ítarlegs rökstuðnings. Þótt ég geti ekki
veitt slíkau rökstuðning hér vil ég þó alltént láta reyna á tilgátnna með
því að bera að endingu aftur saman dauðaskilning frumspekinnar og
dauðaskilning þeirrar heimspeki sem á eftir kom. Þegar horft er á hvorn
skilning fyrir sig blasir við mótsögn. Að vísu er í báðum tilvikum gengið
út frá því að dauðinn geri lífið mögulegt. En hin ffumspekilega heim-
speki boðar að dauðinn geri fræðilegt líf mögulegt, heimspekin sem tók
við af ffumspekinni kennir að dauðinn sé forsenda hagnýts lífs. Að þessu
leyti ríkir togstreita á milh þeirra, togstreitan milli ffæða og athafha. Tefli
maður hins vegar sannleikskominu sem er fólgið í dauðaskilningi frum-
spekinnar gegn þeirri heimspeki sem fylgdi í kjölfar ffumspekinnar, en
■vdðurkenni um leið sannleika síðamefndu heimspekinnar, þá leiðir það til
niðurstöðu sem er víðtækari en síðarnefhda heimspekin. Simmel fullyrð-
ir í anda Platons - og að mínu viti er hann eini nútímaheimspekingurinn
sem hefur gert það - að einvörðungu návist dauðans geri okkur kleift að
181