Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 185
Elisabeth Bronfen
„Allra ljóðrænasta viðfangsefiiiðul
Elisabeth Bronfen er prófessor í ensku og amerískum fræðum við Zurich
háskóla. Hún hefur verið gestakennari við fjölmarga háskóla í Bandaríkj-
unum og Evrópu, s.s. Columbia háskóla, Princeton háskóla, Kaupmanna-
hafnarháskóla og háskólann í Árósum. Bronfen hefur lagt sérstaka rækt
við bókmenntir nítjándu og tuttugustu aldar og lesið þær í ljósi kynja-
fræða og sálfræði. Hún hefur jafnframt skrifað um kvikmyndir, menning-
arffæði og sjónrænar hstir.
Bronfen gefur verk sín jöfnum höndum út á ensku og þýsku, en í hin-
um enskumælandi heimi er hún án efa þekktust fyrir bók sína Over Her
Dead Body. Death, Femininity and the Aesthetic (Manchester University
Press, 1992), en hér á eftir birtist þýðing á fjórða kafla bókarinnar, „Allra
ljóðrænasta viðfangsefnið“ („The ‘most’ poetic topic“). I bókinni fléttar
Bronfen saman öll helstu áhugasvið sín í tilraun til að varpa ljósi á tengsl
kvenleika og dauða í vestrænni menningu. Af svipuðum toga er greina-
safnið Death and Representation (Baltimore: Johns Hopkins University
Press, 1993) sem hún ritstýrði með Sarah W. Goodwin. Af öðrum bók-
um Bronfen á ensku má nefha The Knotted Subject. Hysteria and its Discon-
tents (Princeton: Princeton University Press, 1998) og Sylvia Plath í rit-
röðinni „Writers and their Work“ (Northcote Press, 1998). Þýskar bækur
Bronfen eru nokkrar, s.s. Heimweh. Hollywoods Illusionsspiele (Berlin: Volk
und Welt, 1999) og Die Diva. Geschichte einer Bewunderung, sem hún
skrifaði með Barbara Straumann (Munchen: Schirmer und Mosel, 2002).
[Þýð.] Hér er þýddur 4. kafli í bók Bronfen, Over Her Dead Body. Death, Femininity
and the Aesthetic, New York: Routledge, 1992.