Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 186
ELISABETH BRONEEN
Bronfen ritstýrði jafoÍTamt fjögurra binda safoi af ljóðum og bréfom
bandarísku skáldkonunnar Anne Sexton sem kom út á þýsku á árunmn
1995-1998 (Frankfort/M.: S. Fischer Verlag).
I Over Her Dead Body skoðar Bronfen vensl dauða, listar og kvenleika
með sérstakri áherslu á skáldsagna- og ljóðagerð nítjándu aldar. Húit
greinir m.a. skáldsögur og ljóð eftir Bronté, Dickens, Hardy, Flaubert,
Hawthorne, Tennyson og Browning. I kaflanum sem hér fer á eftir reynir
Bronfen að varpa ljósi á fullyrðingu Edgars Allan Poe „dauði lagurrar
konu er, án efa, ljóðrænasta viðfangsefni í heimi“. Dauðinn birtist okkur
á margvíslegan hátt í frásögnum og myndlist, en birtingarmyndir hans
eru sóttar í það ímyndasafn sem vestræn menning hverfist um. Bronfen
heldur því fram að kvenlíkaminn sé hástig annarleikans í menningunni.
Með hjálp listarinnar látum tdð okkur dreyma um dauða fagurrar konu en
birtingarform hans varpa ljósi á allt það sem menningin bælir eða getur
ekki tjáð með beinum hætti. Dauði konunnar ber bælingunni vitni. Hann
sýnir það sem er of hættulegt að segja með beinum hætti og of spennandi
til hægt sé að bæla það fyllilega.
GuSni Elísson
[S]umt þykir okkur ógeðfellt að horfa á sjálft, þótt við njótum
þess hins vegar að horfa á sem nákvæmastar eftirmyndir þess,
s.s. m^mdir auvirðilegustu kvikinda eða hræja.
Aristóteles2
Fræg fullyrðing Edgars Allan Poe, „dauði fagurrar konu er, án efa, Ijóð-
rænasta viðfangsefni í heimi“, hefur gert ritgerð hans, „Heintspeki sköp-
tmarinnar“, alræmda.3 Sumir gagnrýnendur, sem gera ráð fyrir tengslum
milli fagurffæðilegra lýsinga og lifaðs veruleika, hafa sakað Poe um kven-
hatur.4 Beth Ann Bassein heldur því ffam að Poe hafi skaðað „sjálfsmat og
2 Aristóteles, Um skáldskaparlistma, þýð. Kristján Arnason, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1976, bls. 49.
3 Edgar Allan Poe (1846). „Philosophy of Composition." I Essays and Reviews, New
York: Literary Classics of the United States, bls. 19.
4 Beth Ann Bassein (1984). Women and Death: Linkages in Western Thought and Liter-
ature. Westport, Conn.: Greenwood Press.
184