Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 188
ELISABETH BRONFEN
Við þetta má svo bæta að séu áhrif listarinnar skoðuð í ljósi þeirra tengsla
sem hún skapar með neytendum sínum er að sama skapi verið að hunsa
óstöðugleikann og óvissuna sem eru svo djúpstæður hluti af frásagnar- og
birtingarferlinu, þ.e.a.s. skammhlaupið milh táknmyndar, tákmniðs og
ótáknaðs ratmveruleika. Jafnframt verða ásetningur og tdðtökur ósambæri-
leg vegna ólíkra sjónarhoma, svo ekki sé minnst á tvöfeldni þeirrar ínnmd-
ar sem fangar íhalds- og eyðileggingaröfl í sama netið.
Fremur en að særa burt samtenginguna sem Poe setur upp milli kven-
leika, dauða og fagurfræði mun ég taka skáldskaparfræði hans alvarlega
og byrja á því að leggja fram spumingar um forsendumar sem liggja að
baki fullyrðingum hans. Hvað merkir það að halda því fram að dauði fag-
urrar konu sé óumdeilanlega ljóðrænasta viðfangsefnið? Hvers vegna
dauð kona, hvers vegna falleg kona? Felur vahð á vegsömun Henktmsins
í sér kynferðislega þrá? Hver er gagnvirkni kvenleika og fagurfræði, feg-
urðar og dauða? Síðast en ekki síst má spyrja hvers vegna þessi skilyrðis-
lausi „óumdeilanleiki“, og hví þetta hástig „það allra ljóðrænasta"?
Þessar spurningar benda til undarlegrar og skarprar mótsagnar sem
vinsældir hinnar fagurfræðilegu pöranar konu og dauða gera enn veiga-
meiri. Því þetta minni er ekki einskorðað við verk sénútra utangarðs-
mannsins Poes; það birtist ekki síður sem vinsælt en þó margbreytilegt
og stöðugt stef í bókmenntum og myndlist allt frá tilfinningaöld til nú-
tímans. Mótsögnina má skýra á eftirfarandi hátt: Hefðbundin skilgrein-
ing kvenleikans tengir konuna vettvangi lífsins, það er í hennar náttúra
að fæða og næra. Dauði hennar, sjálfsvíg eða morð era ekki falleg þar
sem þau ógna afkomu og vexti kjmstofhsins. Að sama skapi býr mótsögn
í orðunum „fegurð“, „ljóðræna“ og „dauði“ þar sem dauðinn brýtur öll
form niður, sundrar hinni fagurfræðilegu einingu. Þar að auki er
hræðslan við dauðann svo sterk í evrópskri menningu að líláð hefur ver-
ið falið hinu forboðna. Rotnun er álitin óhreinasta ástand frkamans, svo
það að koma við eða horfa á lík getur verið hættulegt og kallar á viðeig-
andi hreinsun.7 Hvers vegna snýr þá listin þessum hefðbundna skilningi
Auerbach (1982). The Wmnan and the Detnon. Life of Victorian Myth. Cambridge:
Harvard University Press.
7 Hanns Báchtold-Stáubli (1987). Handwörterbueh des deutschen Aberglaubens 5. bindi.
Berlín: de Gruyter, bls. 1035. Lög sem takmarka að lík séu snert er einnig að finna
í Gamla Testamentinu í efidrfarandi kafla: „Sá sem snertir lík, af hvaða manni sem
vera skal, hann skal vera óhreinn sjö daga [...]. Hver sem snertir dauðan mann, lík af
dauðum manni, og syndhreinsar sig ekki, hann saurgar búð Drottins, og skal sá