Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Síða 190
ELISABETH BRONFEN
gætt: ,,[Þ]essa áköfu og hreinu upphafningu sálarinnar - ekki vitsmun-
anna eða hjartans“, svo að „dempa megi“ sannleikann og ástríðuna til
„réttmætrar undirgefni“ við þetta ráðandi mið.
Poe bætir við að depurð og tregi séu „gildust allra ljóðræmia undir-
tóna“ því þar finni Fegurðin sína „æðstu opinberun“. Og vegna þess að
fullkomnun lýrískrar tjáningar er honum svo hugstæð, „með fullkom-
leika eða fullkomnun hvarvetna í öndvegi“, ályktar hann að dauðinn sé
„auðsjáanlega“ alls staðar talinn æðstur þess sem viðkemur trega, og að
þetta tregablendna viðfangsefni sé ljóðrænast þegar það stendur „Feg-
urðinni næst“. Með því að para saman hugtökin „dauði“ og „fögur kona“
getur hann sett fram skilyrðislausan og almennt tdðurkenndan hápunkt,
æðsta stdgið í meginreglu hans um „trega“ og „fegurð“. Hann bætir við
öðru grundvallaratriði: „A sama hátt er það hafið yfir allan vafa að þær
varir sem best hæfa slíkum efnivið eru varir sorgmædds elskhuga sem allt
hefur misst.“ Poe ályktar að kraftur ljóðs velti á einhverju magni marg-
breytileika og vísbendingar en að óhófleg notkam þess síðarnefnda geti
gert texta óskáldlegan. Notkun á hástiginu hlýtur því að vísa til annars
konar óhófs - þeirrar óvissu, hiks eða mótsagnar sem finna niá í merk-
ingu hverrar birtingar.11
Geoffrey Ward heldur því fram að með því að hugsa urn dauðann sé
huganum komið í kynni við efann holdi klæddan, því að „tvennt sé ör-
uggt í lífinu. Það íýrsta er að dauðinn verður ekki umflúinn. Hitt er að
enginn getur verið viss um það.“12 Sá mikli þungi sem Poe leggur á há-
stigið „allra [ljóðrænast]“ (sem andartak fullkominnar vísbendingar) að
viðbættri áherslu hans á hugtök sein lýsa staðfestu - „altækt“, „augljóst“,
„óumdeilanlegt“ og „hafið yfir allan vafa“ - leiðir einmitt til skáldskap-
arfræði slíks dauðahvetjandi efa. En á meðan samhengið í frásögn hans
er fýrirfram ákveðið og óuindeilanlegt og vekur þannig upp tilfinningu
um ótvíræðan stöðugleika, leiðir óhófleg notkun hástigsins í skáldskap-
arfræðum hans, þar sem einu hástigi er hrúgað ofan á annað, til svo fá-
ránlega ómögulegs „hástigs hástigsins“ að segja má að í því felist brota-
löm eða takmörkun skáldskaparkerfisins. Af þessu má álykta að lýsingar
á „kvenlegum dauða sem ljóðrænasta efninu“ feli í sér fagurfræðilegt
augnablik ofgnóttar. Þarna er á ferðinni þema hástigsins sem auðkennir
11 Edgar AJlan Poe (1846), bls. 24.
12 Geoffrey Ward (1986). „Dying to Write: Maurice Blanchot and Tennyson’s ‘Tit-
honus’." Critical Inquiry 12, bls. 672-87.
188