Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 192
MICHAEL THEUNISSEN
líkar betur eða verr. Þegar allt kemur til alls er einmanaleikinn aðeins
stundlegt ástand. Vissulega er hann jaðarástand þar sem endiinörk og
heild lífs okkar blasir við, en hann er ekkert sem gæti fylgt okkur alla æ\i.
Aftur á móti beinist þessi rannsókn, þegar allt kemur til alls, að nærveru
dauðans í tímalegri heild lífs okkar.
Engu að síður opnar einmanaleikinn okkur leið að f\TÍrbærinu sem
leitað er að. Aðskilnaður er skyldur fjarlægð. Fjarlægðin uppfyllir öll þrjú
skilyrðin sem hinsta kveðja fyrirfram þyrfti að fullnægja: Fjarlægð er í
fyrsta lagi ekki aðeins fjarlægð frá sjálfum sér heldur einnig ffá öðrum og
öðru; í öðru lagi er hægt að tileinka sér hana; í þriðja lagi er hægt að til-
einka sér hana sem varanlegt ástand. Að vísu verður að viðurkennast að
fjarlægðin sem slík, í sjálfri sér og sem ákveðið fyrirbæri, heimilar okkur
engan veginn að setja hana í nokkurt samhengi \úð dauðaim. En ef hún
er nú alls ekki einangrað fyrirbæri, ekki eitthvað sem kemm- fyrir í lífi
okkar, heldur líf okkar sjálft? Væri þá lífið nokkuð annað fyrir okkur
mennina en dauðinn fyrirfram?
Hér og nú get ég aðeins svarað þessum spurningum með þ\'í að varpa
fram tilgátu: Við lifum aðeins mennsku lífi þegar \úð lifum kveðjandi og
í þessu felst að við segjurn stöðugt skilið við heiminn og \dð okkur sjálf.
Okkur er ekki í sjálfsvald sett hvort \úð lifum með þessum hætti. Líf okk-
ar er kveðjandi.
Með þessari staðhæfingu sigra ég dauðaheimspekina sem fylgdi í kjöl-
far ffiumspekinnar með hennar eigin vopnum. Sú dauðaheimspeki er
heimspeki lífsins. Uppruni og varanleg forsenda tilvistarspeki nútímans
er fólgin í lífheimspekinni, á sama hátt og nútímalist á rætur að rekja til
sögulegrar hliðstæðu lífheimspekinnar, jugendstílsins, sem er lífslist í
bókstaflegri merkingu þess orðs. Við eigum lífheimspekinni tvær merk-
ar uppgötvanir að þakka. I fyrsta lagi hefur hún kennt okkur að lífið fer
ætíð ffiam úr sjálfu sér og yfirstígur þannig í sífellu sjálft sig. I öðra lagi
yfirstíga hið lifandi líf og líf andans sjálf sig með ólíkum, já andstæðum
hætti. Hið lifandi líf er samkvæmt Georg Simmel meira líf, líf andans er
meira en líf.16 Þetta merkir að hið lifandi líf yfirstígur sjálft sig með þeim
hætti að það fer út yfir ástand sitt hverju sinni í átt til aukins lífs. Aftur á
móti yfirstígur líf andans sjálft sig í þeim stranga skilningi að það fer út
yfir sjálft sig sem líf, í átt til þess sem er annað en líf. Sá vængur þýsku
lífheimspekinnar sem var undanfari fasismans, með Nietzsche í broddi
16 Sjá sérstaklega fyrsta kaflann í Lífiskoðtm Simmels sem fjallar um „sjálfsyfirstig lífsins“.
180