Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Blaðsíða 195
„ALLRA LJÓÐRÆNASTA VIÐFANGSEFNIГ
kemur í stað andlegra gilda sem verða eyðingunni að bráð.23 Máttur
ímyndunaraflsins er nægur til þess að verka sem sjálfsblekking og með
því að staðfesta tímabundna huglægni sem almáttuga. Samt sem áður er
mikilvægt að framleiðsla fallegra ímynda (fagurfræði) og uppbygging
kvenleika séu lögð að jöfnu menningarlega, þar sem þau eru í hliðstæð-
um tengslum við dauðann. Fegurð konunnar og fegurð ímyndarinnar
miðla hvor fyrir sig blekkingu ósnertanleika og einingar, breiða yfir
óbærileg merki skorts, annmarka og hverfulleika og lofa áhorfendum
sínum hinu ómögulega - að þurrka út alltumvefjandi geldingarógn dauð-
ans.24 Engu að síður er fegurðin líka alltaf mörkuð áletrun dauðans, því
hún krefst þess að ófullkominn, lifandi líkami ummyndist (með tilstyrk
fantasíu eða raunveruleika) í fullkomna, líflausa ímynd dauðrar „veru“.
Lemoine-Luccioni telur að fegurðin fjarlægi það sem þrá mannsins bein-
ist að, en varðveiti það jafhframt í upprunalegu ástandi sínu. Fegurð örv-
ar kynferðislöngunina á sama tíma og hún bannar hana, vegna þess að
hún er óáþreifanleg.25 Fegurð konunnar og ímyndarinnar færast undan
og hörfa vegna þess að þessi skjöldur gegn raunverulegum dauða er ekki
raunverulegur sjálfur, heldur fantasía og blekking.
Frá sjónarmiði Poes er það því aðeins rökrétt að fegurðin finni sína
æðstu opinberun í tregatóninum, og að mælandinn sem „ljóðrænasta
viðfangsefhið“ hæfi best skuli vera „elskhugi sem harmar dauða ástkonu
sinnar“.26 Því treginn er, að mati Freuds, mislukkuð sorg, vanhæfhi til
þess að sætta sig við dauða þess sem maður þráir. Treginn, sem upphaf-
lega sprettur af því að viðurkenna missinn, felur jafhframt í sér afneitun
þessa missis og leiðir til endurtekinnar tjáningar á honum. Þetta hefur
23 Julia Knsteva (1989). Black Sun. Depression and Melancholia. New York: Columbia
University Press.
24 Eg nota orðið „geldandi-“ [e. castrative\ í víðtækri, „kynlausri“ merkingu til að
benda á þætti er varða sviptingu lífsþrótts, tvístrun heildar, aflimun sem dregur úr
valdi, missi. Gelding varðar í mínum skilningi slit eða skort sem dauðinn veldur þar
sem þetta rennur saman við vitund um skort þegar kynferðislegur mismunur kem-
ur tdl. I birtingarmyndum hins fallega kvenlíkama, eins og ég hef bent á í umfjöllun
minni um Von Max, er það sem birtist hvorki einhver skortur, eða skorturinn, hvorki
kynferðislegur skortur dauðu konunnar né dauðleiki hennar. Það sem birtist er
„ekkert“ [ e. nothing]; óskemmdur líkami, heill og án sprungna. Dauðinn ryðst inn í
lífið og birtingarhætti þess með kynlausri hugmynd um geldingu.
2? Eugéne Lemoine-Luccioni (1976). Partages des femmes. Paris: Seuil.
26 Eugéne Lemoine-Luccioni (1976).
m