Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 197
„ALLRA LJÓÐRÆNASTA VTÐFANGSEFNIÐ'
dregin að líkið sé kvenkyns, lifandinn karlkyns. Engu að síður birtist slík
kyngervisútnefning í ímyndaskrá menningarinnar en ekki í líffræðilegum
raunveruleika, og getur í raun leitt til þversagnar þar á milli. Með þeim
gildum sem kvenleika (vamarleysi, vanmætti) og karlmennsku (yfirráðum,
yfirburðum) em eignuð, mætti með ákveðinni menningarsamsetningu
gera líffærafræðilegt „karlkyns“ lík „kvenlegt". A sama hátt mætti klæða
líffæraffæðilegan „kvenkyns“ áhorfanda eða sögumann holdi „karlkyns“
áhorfanda eða viðhorfsmótanda, svo fremi þessi áhorfandi styðji þau al-
mennu viðmið og merkingarfræðilegu umritanir sem tilheyra menningu
karla og hann gegni fastmótuðu hlutverki innan hennar. Ekki er hægt
með atbeina birtinganna að tala um eitthvert „framskilyrt" sjálf sem komi
á undan félagslegri og menningarbundinni mótun sjálfsins. Menningarat-
hafnir em skilgreindar sem táknkerfi, sem framleiðsluvettvangur birtinga
[e. representation\ sem ekki má jafha saman við fagra hluti og þær fögm til-
finningar sem þeir vekja upp. Griselda Pollock bendir á að orðið birting
„leggi áherslu á að ímyndir og textar séu alls engar spegilmyndir heims-
ins, heldur eingöngu endurspeglanir á uppsprettu þeirra. Birting leggur
áherslu á einhvers konar endurgerð, mælskufræðilega, textalega eða
myndræna umritun, sem er allsendis frábmgðin félagslegri tilvist sinni.“29
A þessu stigi málsins ætla ég að rifja upp menningarlegar goðsagnir um
kvenleika sem tengja konur við dauða, með því að vísa til flokkunarfræði
Juríjs Lotmans, en um hana var fjallað í þriðja kafla.30 „Frumatriði í
framvindu atburðagoðsögunnar,“ segir hann, „er hægt að smætta niður í
keðju: [Ijnngöngu í lokað rými - útgöngu úr því ... Að svo miklu leyti
sem lokað rými verður túlkað sem „hellir“, „gröfin“, „hús“, „kona“ (og á
sama hátt úthlutað eiginleikunum myrkri, hlýju og raka) þá er innkoman
þangað túlkuð á ýmsum stigum sem „dauði“, „gemaður“, „heimkoma“
og svo framvegis; ennfremur em athafnirnar samar hver annarri.“31
29 Griselda Pollock (1988). Vision and Difference. London: Roudedge, bls. 6. Sjá einnig
ritgerð Victors Burgin (1986). „The Absence of Presence.“ í The End of A?t Theory.
Criticism and Postmodernity. London: Macmillan, bls. 41.
30 [Þýð.] Höfundur vísar í hluta bókar sinnar sem ekki eru með í þessari þýðingu.
31 Jurij Lotman [(1970). „The origin of plot in the light of topology.“ Poetics Today 1,
bls. 168] og Edgar Morin [(1970). L’Homme et la Mort. Paris: Seuil] útskýra einnig
hvemig fæðingin, sem hliðstæða dauðans, útílokar markalínur. Móðir, hvelfing,
jörð, móðurlíf, hellir, hús, gröf, nótt og svefn em allt hugtök sem kalla á hvert ann-
að og vísa hvert í annað.
!95