Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 202
ELISABETH BRONFEN
kvengerving hins fullkomna og vegsamaða líkama einnig birtingarmjmd
annarleikans, konunnar sem himneskrar veru sem ber að tilbiðja í allri
sinni ósnortnu dýrð. María mey birtir því sjálf fullkomnun tímalausrar,
ósundurgreindrar, ódauðlegrar fegurðar og alsælu, hún er táknsaga f\TÍr
ósigur dauðans og fyrirheit um eilíft líf. Einmitt vegna þess er goðsagan
um hana mótuð í skortinum á efni eða líkama.
Hin „líkamslausa“ María mey táknar sigur yfir dauðanum þar sem hún
er ímynd óbrotinnar heildar og miskunnar. Sem slík er hún byggð upp í
beinni andstöðu við lyga- og tálkvendið Evu, sem tengist dauða og rotn-
un á grundvelli mannlegs (eða dýrslegs) líkama síns og kynferðis. Engu
að síður er mikilsverð hliðstæða þessara tveggja „menningarmæðra“
fólgin í þeirri staðreynd að Eva er í öðrum skilningi tengd ákveðnu „lík-
amsleysi“, þó að það sé í niðrandi merkingu ónáttúrulegs fals og orða-
gjálfurs. Sú gjöf sem móðirin færir nteð því að fæða er ekki einungis
blekking sem hylur undirliggjandi gerjun dauðans, kvenleg fegurð og
skraut eru ekki aðeins gríma yfir rotnuninni. R. Howard Bloch bendir á
að sköpun konunnar sem viðbót við karlmanninn og sköpun tungumáls-
ins sem viðbót við hluti, merki það sama í sköpunarsögu Biblíunnar. Þó
að staða Evu sé annars flokks í samanburði við einingu Adams og hún því
tengd tímaleika, mismun, líkama og efni, þá er tilurð hennar einnig tal-
in marka glötun hins bókstaflega, sköpun myndhverfingarinnar, tilurð
hins myndræna sem röklegrar afleiðslu, sem stefnubreyting og náttúru-
leysi, eins konar brotthlaup á vit hins táknræna. Eva er „aukaatriði“.39
Vegna annars stigs eðlis síns, annarleika síns, er Konan hugsuð sem
flúr, gervi eða skraut, og þvf ríkir dauðinn í formi úrkynjunar, deilingar
eða tvöföldunar á tveimur gagnstæðum sviðum sem bæði tengjast hinu
kvenlega; í fyrsta lagi í veiklyndi, auðsæranleika og ístöðuleysi holdsins,
og í öðru lagi í þeim gervibúningi og -táknunt sem bætast á nakinn líkama
náttúrunnar. A þverstæðukenndan hátt tengist konan náttúrunni og efn-
islíkamanum, sem ógnar stöðugum, eilífum myndum menningarinnar og
liggur utan við líffænt táknmál hennar. Hún er táknmynd upprunalegs
heilsteypts paradísarlíkama og þeirrar einingar táknmyndar og táknmiðs
sem var til staðar fýrir fall hans til jarðar sem rauf eininguna fæðing (leg),
39 Howard R. Bloch [(1987). ,AIedieval Misogyny." Representations 20] vísar í lestrur
Philo Judæus á Sköpunarsögunni, 2.21: „Þessi orð eru í allri sinni dýrð og bókstaf-
leika goðsögn. Því hvernig getur nokkur viðurkennt að kona, eða einhvers konar
manneskja, hefji tilveru sína úr hlið mannsins“, bls. 11.
200