Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 203
„ALLRA LJÓÐRÆNASTA VIÐFANGSEFNIÐ"
líkami (soma) og tungumál (sema). Á sama tíma gerir hið afleidda eðli
hennar það að verkum að hún er tengd táknbúningi og tilbúningi, og rofi
táknmyndar og táknmiðs (sema/gröf). Inntak þess sem Bloch heldur fram
er að niðrandi samtenging k\renlíkamans við tilbúning orða eða máltákna
þjóni því að lesa öfuguggahátt og óhóf í kvenleikann. Gengið sé út frá því
að orð séu „óþörf viðbót við og afskræming á“ ímyndum hugans, rétt eins
og hið líkamlega og skjnræna er „óþörf viðbót við og afskræming á“ and-
anum eða sálinni. Hins vegar má sjá í tengingunni við myndmálið og
mælskufræðina að kvenleikinn er ekki einungis upphafinn. Konan birtist
í þessu líkani enn einu sinni sem staðsetning táknsögulegrar ræðu, „með
öðrum orðum“ nákvæmlega innan þeirrar mælskutækni þar sem líkaminn
er fjarverandi. Konunni er annaðhvort stdllt upp sem sannleika eða gegn
sannleika, sem mælsku sem dregur fram Handanheim eða Guðleika með
því að tala „með öðrum orðum“, eða í mynd þeirrar mælsku sem tælir
með falsrökum og blekkir vegna þess að tjáningarformið er í grunninn
ótraust. Sem afrit og viðauki karlmannsins rangfærir konan og kúvendir,
jafnvel þegar hún flytur sannleika hans.
Hin tvíbenta staða konunnar, sem felst í því að hún gerir hvort tveggja
í senn, græðir það mein er hlýst af nærveru dauðans í lífinu og skapar
þessa nærveru, birtist enn í þeirri hugsun að hin ástkæra sé staðsetning
sjálfsuppfyllingar. „Konan holdgerir á uppbyggilegan hátt skortinn sem
verandirm ber í hjarta sínu“, segir de Beauvoir, „og í Konunni reynir
hann að verða heill aftur og í leitinni að óbrotinni heild við hana vonar
að hann öðlist andlegan þroska“.40 En jafnvel þó að konan vinni gegn
áhrifum dauðans sem viðfang kynferðislegrar löngunar í því að hún gef-
ur fyrirheit um óbrotna heild, er líkami hennar engu að síður staðsetn-
ing sársins, og sýn þess minnir karlmanninn á dauða sinn.41 Sú ímynd
sem stendur næst Maríu mey án grafar og Evu sem legið sem hleypir
dauðanum inn í heiminn, er goðsögnin um Medúsu, þriðja tilbrigðið við
samtenginguna kona-dauði-leg-gröf.
Ef við skiljum kvenleikann sem djöfullegan, í þeirri merkingu sem
gríska orðið diaballo býr yfir, en það merkir bæði að þýða eða yfirfæra og
að kljúfa - valda togstreitu og mismún, hafna, niðra og blekkja - kemur
40 Simone de Beauvoir (1974), bls. 160.
41 Simone de Beauvoir (1974), vitnar í Michel Leiris: „Sem stendur hef ég tilhneigingu
til að telja kynfæri kvenna óhrein, eins og sár. Aðdráttarafl þeirra minnkar ekki fyr-
ir það, en þau verða hættuleg, eins og allt sem er blóðugt, sh'mugt og sýkt“, bls. 190.
201